Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 44
Prestaféiagsritiö. Búddha og andastefna hans. 39
þjáningunni, þetta vegurinn, sem leiðir til lausnar frá þján-
ingunni*.
Sumt af því, sem nú hefir verið sagt, er næsta tor-
skilið, enda virðist sem Búddha hafi fundið til þess, hve
myrkur hann var í máli. Vildarlærisveinn hans, Ananda, mælti
eitt sinn, að sér væri ljóst og skiljanlegt alt um orsök og
eðli þjáninganna. En Búddha bað hann að tala ekki svo, því
að erfitt væri að skilja þá speki, sem fólgin væri í hinum
»tólfþætta sannleika*. Margir hafa viljað skilja þetta svo, að
hér væri rætt um tvær »inkarnationir« eða tvær jarðvistir og
að fyrri hluti hins »tólfþætta sannleika* lýsti þeim rökum,
þeim andlegu orsökum, sem lægju í hverjum manni og yrðu
valdar að næstu jarðvist hans. En svo mun þó ekki vera.
Búddha situr undir Bodhitrénu,0 þ. e. upplýsingartrénu, og
íhugar alt þetta eða öllu heldur sér og skoðar orsök og eðli
þjáninga í hugleiðslu ástandi. Og hér er ástæða til að minna
á, að það, sem umræðir í hugleiðslu, er ekki heimspekilegar
hugleiðingar að dómi Búddhista, heldur veruleg fyrirbæri, eins
°9 gerist í þessum sýnilega heimi. Þá skilur og sér Búddha,
að fæðingin er það upphaf alls hér í lífi, sem augljósast er.
En svo rekur hann sig lengra — fæðingin á vitanlega líka
sína orsök og hana andlega, því andastefna Búddha er býsna
fjarri allri efnishyggju. Út frá sálnaflakkstrúnni eða endur-
holdgunartrúnni verður sálin sjálf völd að inngöngu sinni í
efnið við getnaðinn og í sálinni liggja því þau rök eða sú
orsök, sem veldur tilveru í efnisheimi, en það er hin holdlega
9imd o. s. frv. Búddha rekur því hér leið sálarinnar eða
andans til efnisheima og telur að blekking eða vizkuleysi
(avidya) sé hin fyrsta orsök jarðlífsins með öllum þess þraut-
um og þjáningum og álítur að nauðsyn beri til að deyða í
sér lífsþrána — að minsta kosti lífsþrána í venjulegum skiln-
•ngi — ef lausn á að fást og hvíld frá sálnaflakki endur-
fæðinga.
1) Tré þetta á að hafa staðið til skamms tíma, en fauk í ofviðri nú
tyrir skemstu. Undir tré þessu er mælt, að Gátama hafi orðið Búddha,
sbr. Bodhi = upplýsing.