Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 59
54 Sigurður P. Sívertsen: Presuféiagsritið.
Ég á þar við lítið kver í líkingu við leiðarvísir þann um
þetta efni, sem Pétur biskup Pétursson íslenzkaði og gaf út
1862. Sú bók heitir: »Stutt leiðbeining til að lesa Biblíuna
sér til gagns, eftir R. Möller, biskup og doktor í guðfræði«,
og er 48 bls. að stærð.
I leiðarvísi þeim er margt vel sagt og er ég í engum vafa
um, að sú litla bók hefir gjört gagn á sínum tíma.
Eftir sama höfund var öðru stærra riti snúið á íslenzku
áður og prentað í Kaupmannahöfn 1822—23. Heitir það:
»Leiðarvísir til að lesa hið Nýja testamenti með guðrækni og
greind, einkum handa ólærðum lesurum*.
Sést af þessu hvílíkan áhuga menn á þeim árum, fyrir
heilli og hálfri öld, hafa haft á því, að kenna alþýðu að not-
færa sér Biblíuna sér til sálarheilla.
Fyrir 30 árum mintist séra Valdimar Ðriem á Biblíuna til
húslestra. Hann komst svo að orði um það:
»Það hefir víst mjög óvíða tíðkast hér á landi, ef það þá
er nokkurstaðar, að lesa húslestra í ritningunni sjálfri. Þetta
væri þó í rauninni æskilegt, þar sem hún er uppspretta alls,
sem vér köllum Guðs orð. En það, að menn hafa ekki gert
þetta, kemur líklega til af því, að menn hafa nkki treyst
sér til að velja hentuga kafla til þess; og það er óneitanlega
allmikill vandi; því að auðvitað er margt í Biblíunni, sem ekki
er hentugt til húslestra, allra helzt, þegar það er slitið út úr
sínu samhengi. Ef ætti að taka þann sið upp, væri vert, að
þeir, sem til þess eru bezt fallnir, gæfu alþýðu manna leið-
beiningu um það, hvað hentugast væri til húslestra. En til
þess geta fjölda margir staðir í G. t. verið hentugir, og jafn-
vel alt N. t., ef teknir eru nógu langir kaflar, til þess að
efnið skiljist* (Kbl. 1894, bls. 200).
Kæmust þessar tillögur mínar, sem hér hafa verið nefndar,
í framkvæmd, efast ég ekki um, að svo vel gæti tekist, að
vér Islendingar 'gætum staðið mjög framarlega í heimilisguð-
rækni bornir saman við aðrar þjóðir, þótt erfiðlega gangi víða
hér á landi með safnaðarguðsþjónustur og alla safnaðarstarfsemi.