Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 83

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 83
78 Dr. Jón Helgason: Prestafélagsritið. Sýnir þessi prófastsvitnisburður (frá 1864) hve prýðilega séra Skúli hefir þótt gefast þegar á fyrstu árum prestskapar síns, og í sömu átt fara öll síðari prófastsummæli um hann sem prest og embættismann. Og við þann góða orðstír bjó hann til æfiloka tvímælalaust, því að hann var ekki í neinu farinn að »gefa sig« er hann skyndilega féll frá 2. des. 1888. Hann var áreiðanlega »höfði hærri en allur Iýður« samtíðar- manna sinna í kennimannastétt, auk þess sem hann var höfð- ingi í héraði, sem allir litu upp til bæði sökum frábærra" vits- muna hans og höfðinglegrar rausnar, þótt hann í ýmsu tilliti bindi bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn hans. Því að séra Skúli Gíslason var í engu tilliti sem fólk flest. Séra Skúli þótti jafnan ágætur kennimaður. Ræður hans voru — að sögn kunnugra — ávalt mjög vandaðar, jafnt að hugsun og orðfæri, og samlíkingar hans einatt svo ein- kennilegar, að menn gátu ekki gleymt þeim aftur. Allar báru þær vott um skarpa dómgreind og mikinn lærdóm, mikla biblíuþekkingu og alveg óvenjulega mannþekking og skilning á mannlegu eðli og ólíkum eðlisháttum manna. Honum á einatt að hafa svipað til Vídalíns í prédikunarstólnum, einkum þá er hann deildi á menn eða fann að einhverju í fari al- mennings, sem honum þótti miður kristilegt eða siðferðilegt, enda var hann ósmeykur að koma við kaunin, þar sem honum fanst þess þörf. Framburður hans var hinn kröftugasti, svo að varla varð hjá því komist að taka eftir því sem hann sagði. En þótt hann stingi aldrei undir stól skoðunum sínum og segði mönnum afdráttarlaust til syndanna, þegar honum fanst þörf á því, bæði í stólræðum sínum og tækifærisræðum, og eins utan kirkju, þá var hann jafnan afhaldinn af sóknarfólki sínu. Hann var alla tíð heitur trúmaður, vildi halda fram heil- um og ómenguðum kristindómi og hafði mesta ímugust á allri tilslökunarhálfvelgju í þeim efnum. Það er því ekki nema skiljanlegt þótt nágrannapresti hans í Odda um eitt skeið, séra Matthíasi, gætist ekki að honum, hvorki sem »theolog né trúmanni«, en hitt verður þá líka jafn skiljanlegt, hvers vegna séra Skúla gat ekki getist að séra Matthíasi sem »theolog og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.