Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 104
99
Prestafeiagsritiö. Á. G.: Markús og guðspjall hans.
>nísta þau helg og hrein sem heiðarstormur merg og beinc.
Þau fara gegnum hjartað eins og sárbeitt sverð og svifta það
allri ró, unz látið er að þeim. Hann mælir huggunarorðum á
líkan hátt og móðir við barn með óviðjafnanlegri nærgætni
og hluttekningu, og verða þau þyrstum svalalind. En í öllum
orðum hans býr sami mátturinn. »Hann talaði eins og sá,
sem vald hafði*. Hann stóð sjálfur bak við hvert orð, lifði
það, sem hann kendi, þaðan var þeim kominn krafturinn. Svo
var einnig um verk hans og framkomu alla. Þau lýstu mönn-
unum, af því að birtuna lagði á þau frá persónu hans. Þau
voru morgunljóminn, hann sólin að geislabaki. Hefði ekki svo
verið, hefði ekki dýrð mannssálarinnar opinberast þar sem
hann sjálfur var alstaðar og æfinlega, þá hefði fölva slegið á
orð hans og verk og myrkrin reynst máttugri. En nú bentu
þau öll til þess, sem þeim var meira. Og enda þótt þeim,
sem með honum voru, hyrfu einstök orð og atvik, þá héldu
þeir því áfram, sem bezt var. Persóna hans blasti við þeim
full náðar og sannleika, búin krafti og tign. Áhrifin frá per-
sónu Jesú á menn urðu svo mikil, af því að þeir fundu Guð
þar sem hann var. Það var eins og himininn kæmi nær, nýr
andi liði um tilveruna, jörðin lifnaði við og fyltist sólskini um
hlíðar. Þeir vöknuðu eins og af svefni og urðu snortnir af
heilagri undrun og ótta: »Spámaður mikill er upprisinn meðal
vor, Guð hefir vitjað lýðs síns«. Þeir reyndu það, að lifandi
Guð var nálægur þeim. Nú þurftu þeir ekki framar að efast
um hann og spyrja um hann. Svarið brann þeim í brjósti og
myndi brenna til eilífðar. Þeir áttu vissuna um hann og ódauð-
Ieika heimana. Þeir þektu hann, lifðu daglega samvistum við
hann, meðan þeir fylgdu Jesú. Dásamleg guðsopinberun var
runnin upp fyrir heiminum. Dýpsta þorsta hans bauðst svölun
við guðlegar uppsprettur, er streymdu nú fram.
III.
Áhrifin frá Jesú urðu ekki minni við dauða hans, heldur
hið gagnstæða. Minningarnar voru slíkar. Að vísu varð þá
blærinn yfir þeim nokkur annar í augum vina hans og læri-