Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 111

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 111
106 Ásmundur Guðmundsson: Prestafélagsritiö. krafti Páls og landstjórinn tók trú. Þannig mun kristnin hafa náð að festa rætur á Kyprus. Eftir dvölina þar sigla þeir norðvestur til Attalíu, hafnarborgar í Pamfylíu, og þaðan fótgangandi upp til Perge. Þar rís ágreiningur á milli Páls og Markúsar, vill Markús ekki fara lengra og lýkur svo, að hann skilur við þá og snýr aftur til Jerúsalem. Það hefir ekki valdið skilnaðinum, að Markús hafi kviðið ferðinni norður í miðhluta Litlu-Asíu yfir Tárusfjallgarðinn, þar sem ræningjar sátu fyrir ferðamönnum og ár voru hættulegar yfirferðar sök- um vaxtar og straumhraða. Hann var enn ungur og hug- rakkur eflaust, eins og kristnir menn voru þá flestir. Hitt ræður meira hjá honum, að Páll hefir alt í einu vakið hug- myndina um slíkan leiðangur, en þeir alls ekki gert ráð fyrir honum áður, og nú verður hann í raun og veru foringi farar- innar, þó Barnabas fylgist með. Hugsun Páls var svo stór og djörf, að Markús skildi hana ekki þá. Því að þar mun koma fram hjá honum berlega í fyrsta sinni viljinn til þess, að boða fagnaðarerindið öllum heiminum og heiðingjunum ekki síður en Gyðingum. Svo víðan sjóndeildarhring hafði Markús ekki átt, né söfnuðirnir yfirleitt heima á Gyðingalandi. Hann samþykkir ekki áætlun Páls, vængirnir eru ekki enn nógu vaxnir og fleygir til þess að fylgja honum. Hann fær heim- þrá til samvinnu við þá, er hann skildi betur og þeir hann, og lætur hana ráða, hversu sárt sem Páli hefir sviðið það. En áhrifin frá Páli lifa áfram í sál hans, þó leiðir skilji, og festa þar dýpri og dýpri rætur. Þau verða til þess öllu öðru fremur að móta andlegt líf hans á manndómsárunum og efla þroska þess, eins og samveran við fyrstu lærisveina jesú fyrir sitt leyti, meðan hann var á æskuskeiði. Hann hafði aldrei Iifað neitt, sem jafnaðist á við það, að vera með Páli. Því lengra sem líður, því meiri verður Páll og boðskapur hans í huga hans. Enginn postulanna prédikaði með öðrum eins krafti og hann, og þungamiðja kenningar hans var jafnan hin sama: Kristur, krossfestur og upprisinn. Hann dvaldi ekki við minningarnar um líf Jesú hér á jörðu á sama hátt og þeir hinir. Þetta tvent hafði gagntekið svo hug hans. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.