Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 117

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 117
112 Dr. Jón Helgason: Prestafélagsritið. hvarf úr sýn inn í þokuna. Þegar svona snerist, lifnaði heldur yfir veikum vonum mínum. Á fjórum sólarhringum mátti kom- ast frá Fáskrúðsfirði til Kaupmannahafnar eða öllu heldur til Vejle (því að þar átti Goðafoss fyrst að taka land og skila af sér 300 ísl. hestum). En hver veit fyrir þær tálmanir, sem geta mætt á jafnlangri leið? Og var þá ekki réttast að taka eitthvað af því tagi með í reikninginn? En alt fór þetta betur en áhorfðist. Stundu fyrir hádegi næsta dag — sjálfan höfuð- daginn — vorum við komnir á móts við Færeyjar, en laugar- dagsmorgun snemma fórum við fram hjá Shetlandseyjum, vor- um komnir undir Noreg sunnudagsmorgun, og kl. 11 um kvöldið fórum við fram hjá Skaganum! Aldrei hefi ég reiknað vegalengdir á sjó jafn nákvæmlega og þennan dag. Tækist nú að ná til Vejle á 14 tímum frá Skaganum, þá mátti þar ná í miðdegishraðlestina frá Álaborg til Kaupmannahafnar og komast með henni til Hafnar um kvöldið. Þetta var þó alt komið undir því, að straumurinn yrði okkur ekki því óhag- stæðari. Eg ímynda mér, að bæði skipstjóri og stýrimenn og ekki sízt yfirvélstjóri hafi gert alt, sem gert varð til þess að skipinu miðaði sem bezt áfram. Þeir vissu hvernig stóð á ferð minni og þótti það leitt, ef ég kæmi til ákvörðunarstaðarins eftir dúk og disk. En straumurinn var á móti okkur blýþung- ur og dró það mikillega úr hraða skipsins, enda leið mjög að miðaftni, er við loksins komust upp að hafnarbakkanum í Vejle. En með því að yfirgefa skipið í Vejle og halda áfram til Kaupmannahafnar með næturlestinni mátti samt takast að vera kominn í tæka tíð á fundarstaðinn. Ég safnaði því sam- an því af farangri mínum, sem ég gat sízt án verið (en skildi hitt eftir í skipinu) og steig hér á land. Fór ég beint upp á járnbrautarstöðina og keypti mér svefnvagns-farseðil til Kaup- mannahafnar. Síðan leitaði ég uppi gamlan kunningja frá stúdentsárum mínum, J. V. Clausen dómara, sem búsettur er þar í Vejle. Tók hann mér með mestu ástúð og hjá honum dvaldist mér til miðnættis. Þá fylgdi hann mér ofan á járn- brautarstöðina, en að vörmu spori kom hraðlestin að norðan. Steig ég (ásamt samferðamanni mínum, Mogensen lyfsala) nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.