Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 122
Prestafélagsritiö.
Tveir norrænir fundir.
117
heyrðu, get ég ekkert sagt. Þar tók enginn í hendina á mér
á eftir, til að »þakka mér fyrir kenninguna*, — það er ef til
vill ekki tízka þar í landi og enginn mintist á hana einu orði
við mig. En hafi ræða mín þótt bragðdauf, þá hugsa ég til
þess með gleði, að altarisþjónustan, sem á undan fór og á
eftir kom, gat naumast verið mikilfenglegri en hún var. Upp-
haflega hafði verið ætlast til þess, að ég færi sjálfur fyrir
altarið, en ég treysti mér ekki til þess, er ég mintist þeirrar
snildar, sem ég hafði áður verið vottur að í meðferð sænskra
presta á hlutverki sínu fyrir altari. Fyrir altarinu var í þetta
skifti ungur prestur frá Fridlevstad í Hallandi, von Wachen-
felt að nafni, ágætis raddmaður (baryton). Eg minnist þess
ekki, að ég hafi nokkuru sinni heyrt fegra tón í kirkju. Vfir-
leitt var þessi guðsþjónusta hin hátíðlegasta og aldrei hefi ég
heyrt öllu meira sungið, enda sungu þar alt að 800 prestar,
auk annara sem fyltu kirkjuna. Hvað sem nú líður frammi-
stöðu minni þetta kveld í Lundardómkirkju, þá var ég hjart-
anlega ánægður, er ég gekk þaðan að afloknu verki, því að
nú hafði ég goldið Torfalögin í þetta sinn. Ég gat sofið rétt-
látra svefni næstu nótt, því að mínu hlutverki þar á fundinum
var nú lokið. Þykir mér nú eftir á gaman að því að hafa
staðið í prédikunarstólnum í þessari fornfrægu kirkju heil.
Lárentíusar í Lundi og prédikað líklega yfir meiri mann-
söfnuði en nokkru sinni áður, nema ef vera skyldi í Stor-
kyrkan í Stockhólmi haustið 1919.
Miðvikudaginn 3. sept. var aftur gengið til dómkirkjunnar
og guðsþjónusta haldin eftir helgisiðareglum norsku kirkjunnar.
Þar messaði Jóhann Lunde biskup í Osló. Fór hann bæði
fyrir altarið og í stólinn. Ræðutextinn var úr Matt. 21. (v.
38—31). Sagðist biskupi mjög vel, enda er hann kennimaður
ágætur, prýðilega máli farinn og svipar talsvert til danska
prestsins Vilhelms Beck, enda er hann mjög fylgjandi hinni
gömlu stefnu í trúarefnum. Að lokinni guðsþjónustu var fund-
ur settur í samkomusal stúdentafélagshússins. Fluttu þar erindi
út af sama efninu fjórir kennimenn, einn norskur, S. Brette-
ville-Jensen prestur og kennari við verklega prestaskólann í