Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 139
134 Ragnar Ófeigsson: Presfaféiagsntíe.
Að engillinn býður honum að lesa, er svo að skilja, að
hann kemur með hinn himneska Kóran — þar á spámaðurinn
að lesa boðskap Allah. Múhameð steig upp í mitt fjallið Mara.
Hann heyrði himneska rödd, sem hvað eftir annað endurtók
þessi orð: »Ó, Mahammeð — þú ert postuli Guðs og ég er
GabríeU. Múhameð hafðist við um hríð þar í fjallinu og hug-
leiddi þessi orð.
Konu sinni trúði Múhameð fyrst fyrir köllun sinni. Hann
hafði vald á hjarta hennar og átti auðvelt með að sannfæra
hana. Þá tóku og nokkrir þrælar hans trú og fengu frelsi að
launum. Einn af sonum Abú-talebs hét AIí. Múhameð hafði
tekið hann í hús sitt og séð fyrir honum meðan hugursneyð
geisaði í Mekka. Múhameð unni honum mjög. AIí var stór-
Iyndur og ofsafenginn — blóðheitur Arabi — en að öðru
Ieyti mörgum kostum búinn. Múhameð boðaði honum trú og
sannfærði hann. Alí varð sanntrúaður lærisveinn og mikill
styrkur var Múhameð að honum — sem síðar kom fram.
Samkvæmt munnmælum var hann ekki nema 11 vetra þegar
hann tók trú. Abdallah hét maður, mikilsmetinn borgari í
Mekka — frægur fyrir auð sinn og réttdæmi. Hann var rosk-
inn maður um þessar mundir. Múhameð freistaði að fá hann
í lærisveinahópinn. Það hepnaðist. Abdallah varð brennandi í
andanum. Hann breytti síðar nafni sínu er hann gifti Múha-
með dóttur sína, og nefndi sig þá Abú-bekr, þ. e. föður
meyjarinnar. Abú-bekr boðaði sjálfur trú Múhameðs vinum
sínum og sannfærði nokkra þeirra. Kunnastir þeirra eru þeir
Ótman, Aberrohman og Saad. Að þessu voru lærisveinar
Múhameðs fáir, en þeir hinir fáu voru allir mikilhæfir menn,
sumir tignir og stórættaðir, aðrir afburðamenn að hreysti.
Enn sem komið var hikaði Múhameð við að koma fram
opinberlega, en fræddi lærisveina sína í kyrþey og styrkti trú
þeirra. Hann var smástígur á spámanns-brautinni, en misti
þó ekki sjónar af markinu. Enn liðu 3 ár og ekki bar til
tíðinda. Þá eins og brýst út hinn spámannlegi eldmóður hans
og hann tekur að boða trú sína á einn Guð, Allah, og þruma
gegn dýrkun skurðgoða. Gabríel engill bauð honum að gera