Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 140
PrestatéiagsritiB. Múhameð og íslam. 135
heyrum kunnugt, hvað Guð hafi boðið honum. í fyrstu hugðu
frændur hans og vinir, að hann væri vitfirringur og létu sig
engu skifta þrumuræður hans eða gerðu gys að honum, en
þar kom, að þeir þoldu honum ekki spott og guðlast. Hér
kom og nokkuð til greina, sem var harla viðkvæmt mál —
það voru hagsmunir borgarinnar. Auðsæld og velmegun
Mekkabúa og álit þeirra, grundvallaðist á ölturum skurð-
goðanna. Ef Múhameð tækist að veikja trú manna á hinni
fornu guðsdýrkun, var líklegast, að pílagrímar hættu að leita
þangað sér til sálubóta, en af þeim höfðu borgarbúar í Mekka
drjúgar tekjur. Múhameð var hataður og fyrirlitinn af sam-
borgurum sínum. Helztu andstæðingar hans voru þeir Abú-
sofian og Abú-gehel. Þeir komu til Abú-talebs og sögðu við
hann: »Abú-taleb! sonur bróður þíns svívirðir guði vora.
Hann ásakar öldunga vora fyrir fávizku og fullyrðir að feður
vorir hafi lifað í villutrú. Sjáðu til að þetta taki enda. Skjóttu
honum skelk í bringu, svo að hroki hans magnist ekki og
vér fáum að lifa í friði með vora trú.« Abú-taleb lofaði að
miðla málum. En tilraunir til sátta reyndust árangurslausar.
Múhameð óx ásmegin i ádeilu sinni á trúarbrögð samborgara
sinna. Þar kom að óvinirnir réðu með sér að vinna honum
tjón — en fóru þó áður á fund Abú-talebs og sögðu við
hann: »Sjáðu til að bróðursonur þinn þagni, ella erum vér
neyddir til að verja trú vora. Sjáðu til, að dirfska hans og
hroki nemi staðar, að öðrum kosti munum vér eigi skirrast
við að bera vopn á hann, þó hann sé oss skyldur.« Abú-
taleb varð óttasleginn, flýtti sér á fund Múhameðs og mælti:
»Þér er bráður bani vís, nema þú gætir hófs«. Múhameð
svaraði: »Vita máttu frændi, að þó að óvinir mínir egndu
gegn mér sól og mána og þau sæktu mig vopnum til beggja
handa, myndi ég samt ekki hagga áformum mínum*. Þó að
Abú-taleb væri ekki lærisveinn, hélt hann þó hlífiskyldi
yfir Múhameð sakir frændsemi. Um þessar mundir bættust
Múhameð tveir góðir liðsmenn og var annar þeirra Ómar
— hinn mikli ofurhugi, er síðar varð kalífi og vann
það óhappaverk, að brenna bókasafnið í Alexandríu, er hann