Syrpa - 01.12.1916, Síða 29

Syrpa - 01.12.1916, Síða 29
SYRPA, 4. HEFTI 191b 219 ef til vill dálítinn hagnað af því, að nú verður einu vitninu færra í réttinum.” Blóðið steig til höfuð? porleifi. pað sauð í honum reiðin. Hefði þessi maður heimsótt hann í skóginum og viðhaft annan eins munnsöfnuð, mundi hann hafa barið hann,—stein- drepið hann tafarlaust. En nú var hann löglegt yfirvald, og gamli porleifur ekki nógu kjark- mikill til þess að...... Öllu gátu lögin fundið upp á. “Eg að hafa drepið hana? Ekki nema það þó.” “Og svo skyldi hún, blessað- ur sakleysinginn, vera urðuð utangarðs! Enginn söngur! Engin bæn! Engin blessun! Var hún líka í banni laganna?” porleifur sat á lágum kassa og fal andlitið í höndum sér. Nú setti að honum ákafan grát, sem virtist aldrei ætla að taka enda. “Ekki einu sinni í kristnum reit! Hvað skyldi það annars hafa verið, sem við Signý heit- in unnum til saka?” Presturinn gekk til porleifs og lagði höndina á öxl honum. porleifur spratt á fætur. “Snertu nfig ekki!” hrópaði hann. “pú spyr, hvað þú hafir til saka unnið. Hefir samvizka þín ekki gefið þér neina skýringu á því atriði? parf eg endilega að semja og lesa upp fyrir þér skrá yfir þínar eigin syndir?” “Fyrir hvað er eg kærður? Er það fyrir viðarrenglunrnar, sem eg tók frá kónginum til þess að refta yfir kofann minn ? • “Eða máske þú vildir vera svo vænn, prestur minn, og skýra fyrir mér, hvaða tjóni það geti valdið kongi, sem býr í öðru landi, þótt fátækur þegn hans hátignar noti fáeinar við- arrenglur til þess að reisa skýli yfir höfuð sér? Væri betra, að þær fúnuðu í skóginum og yrðu cngum að liði?” “pað er þjófnaður, hvort sem hann er mikill eða lítill,” svar- aði prestur. “Að vísu skil eg vel, að það brot er næsta lítil- vægt,* borið saman við hinar ó- guðlegu lauslætis-syndir, er þú hefir gert þig sekan um. pú hefir í mörg herrans ár búið með vinnukonunni þinni á van- sæmilegan hátt.” “petta er himinhrópandi lýgi,” öskraði porleifur.” “pað er alveg gagnslaust að þverskallast, vitni eru næg,” svaraði prestur rólega. “Vitni,” sagði porleifur og rak upp hlátur. “Skyldi það hafa verið saknæmt, þótt hún Signý heitin, systir konunnar minnar, kæmi upp í fletið til mín og ornaði mér svolítið um frosthörkunótt ? Og við bæði orðin regluleg gamalmenni. — Hún hafði verið gift áður og maðurinn hennar er enn á lífi.” “Er þetta hugsanlegt? Brot- ið verður þá margfalt stórkost- legra,” hrópaði prestur í geðs- hræringu. “Viðurkendu fyrir guðs skuld hin óttalegu afbrot. Mundu eftir því, að eilíft hel- víti bíður þess, sem deyr án þess að iðrast og játa syndir sínar.” porleifur sat hugsi um stund. pví næst sagði hann hægt og alvarlega: “Geturðu sagt mér, prestur góður, eru líka yfirvöld í himna- ríki?” Presti varð orðfall. “Yfirvöld ?” endurtók hann. “Yfirvöldin eru sett af guði sjálfum. Veiztu ekki að post- ulinn Páll segir: ‘Öll yfirvöld eru sett af Guði’?”

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.