Syrpa - 01.12.1916, Side 43

Syrpa - 01.12.1916, Side 43
SYRPA, 4. HEFTI 1916 233 völdum, hann var á ferð upp á Hér- aði um þessar mundir, og' sagði þessa sögu þarásamt mörgum fleiri: “Eitt kvöld þegar dunreiðin á þökunum og skítkastiö í gluggana, gekk fram úr öllu hófi, tók Sólrún mín biblíuna sína, íletti upp á Dav- íðs saltara og lagði svo bðkina opna út að einum glugganum, en þíi brá svo við að öllum ólátum linti það kvöldið.-’ Árnastaðir eru lvinumegin við Fjárðarána, röskri túnlengd neðar en Bárðarstaðir. Er þessi tíðindl gjörðust, bjó á Árnastöðum Páll Guttormsson og Anna Jónsdóttir. Páll var þrekmaður og enginn ör- kvisi. Eitt kvöld fer han'n yfir að Bárðarstöðum og hefir með sér hlað- na byssu, er hann svo á varðbergi þar úti við um kvöldið, að vitahvert hann yrði einskis var. Svo fer að lokum að honum sýnist strákhnokka, bregða fyrir r bæjarsundi, er því ekki að sökum spurt, hann lætur skotið ríða, en ekki gat hann betur séð, en piltungur sá færi undan skotinu, inn í heilan vegginn og skildi þar með þeim. Má nærri geta að þetta staðfesti skoðun þeirra,sem héldu því fram að hér væri við reglu- legan draug að eiga, en engan uppskafning. “Fer fiskisaga, flygur hvalsaga,” segir máltækið, og ekki mundi það síður eiga við uin draugasögur, þær fljúga yfir alt á vængjum vindanna, má svo segja, þannig var tneð hinn svo kallaða “Bárðarstaða-draug. ” Voru leiddar að því ýmsar getur, hver þenna ófögnuð tnundi hafa sent. Sagði Ögmundur, sem tók þetta niiklu nær sér en Stefán, að hann vissi ekki nein líkindi til hvað- an þessi fjandi væri, nema ef það væri af völdum Guðbrandar, og hann með því vildi hefna þess að hann komst ekki að Bárðarstöðum. Það mun áreiðanlegt að þáværi J.P. Havstein, sýslumaðurí Norðurmúla- sýslu. Hann var merkur maður og röggsamlegt yfirvald, varð síðar amt- maður í Norður- og Austuramtinn, sem kunnugt er. Ætla eg hann léti rannsaka um þenna draugagang, varð það þá uppvíst að það voru þeir Gísli og Siguröur, sem léku þessa “rullu”, var Gísli frumkvöð- ull þessa fyrirtækis, en fékk Sigurð sér til aðstoðar; þeir voru flengdir. En sá slapp óhegndur, sem álitið var að hefði verið höfuðpersónan í þess- um skrattaleik, en það var Stéfán Pálsson. Var það ætlun manna að með þessu hefði hann hugsað sér að fæla Ögmund, sem hann vissi var hrekkjalaus, en hjátrúarfullur, burt af jörðunni, svo hann fengi ábúð á henni allri. Sumir sem voru Guðbrandi kunn- ugir gátu til að hann mundi liafa skotið þessari flugu í munn Stefáni, til að hefna sin á Ögmundi. Sigurður Éinarsson, sem eftir þetta var alment kallaður “Draugsi”, fluttist norður í Vopnafjörð, giftist þar og dó hér um bil miðaldra, hann var mjög fátækur og lítilsigldur, en aldrei við neina klæki kendur eftir þetta. Eins og fyr er áminst, var Gísli Jónsson lítilmenni, fákænn og grannhygginn, hann var af sumum nefndur Gísli “Spaði” eða “Spað- rass”, en ekki veit eg af hverju það var dregið. Gísli var um hrið vinnu- inaður í Húsavík eystra hjá Hall- grími Óiafssyni hinum ríka og konu hans Ingibjörgu Björnsdóttur frá

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.