Syrpa - 01.12.1916, Side 46

Syrpa - 01.12.1916, Side 46
236 SYRPA, 4. HEFTI 1916 eldinn, þykist hann þá víkja sér aS henni og segja : “Hættu þessu ! Því ert að gera þetta ?” Lítur hún þá við, og þykist hann þö þekkja álfkonuna frá Skökhól, og segir hún að hún geri þetta í ofurli tlu þægðar- skyni fyrir undirtektir hans með sláttinn á Tungunni, og þó sé ekki alt búið enn. Við þetta hrökkur Gísli upp og finnur reykjarlykt. Hann klæðir sig skjótt, fer fram, og er þá alt fult af reykjarsvælu ogeld- húsið í björtu báli. Vakti hann þá fólk sitt til aðstoðar, og einnig komu nienn af öðrum bæjum. Varð bæn- um borgið uni síðir, en eldhúsið brann til ösku, og alt sem í því var, kjöt, skinn, og annað fleira. Var samt hrönglað ofan yfir eldhúsið aftur svo hægt varð að elda í því, en skaði þessi varð þó talsvert til- finnanlegur fyrir Gísla.---- Það var á þorranum uni veturinn að Gísla dreymdi eina nótt að hann var fram í þessu sama eldhúsi, sér hann þá álfkonuna og karl hennar koma til sín fornfálega til fara og spurði hún hann þá hvort hann vildi heldur að þau ættu lengur í erjum út af Tungunni eða hann vildi eftir- láta sér hatia upp frá þessu. Þóttist hann þá svara í siyttingi : “Þvi ætli mér standi ekki á sama um bölvaða Tunguna, en eg vil engar ónáðir hafa af ykkur í minn garð.” Þau sögðu það ekki skyldi verða, svo þóttist hann spyrja þau hvort lækurinn mundi gera sér mikinn skaða að vori, en þau kváðu það ekki skyldi verða,sögðust mundu sjá um það að það yrði ekki tilfinnanlega meðan hann ætt,i búsráð á Grund, það yrði ekki svo lengi. Þetta rætt- ist líka. Gísli bjó 3 eða 4 ár á Grund og dó þar síðan. Hann var óskreytinn maður að kutinugra manna dómi. Fær6 í letur at Halldór Steinmann. (Framhald.) Sjötta vist. Þegar Sigurður Hintiksson og kona hans fluttu frá Reykjahlíð ofan að Hólum í Laxárdaþþá vildu þau endi- lega að eg flyttist meðþeim og varð það úr. Þar staðnæmdist eg þrjú ár og féll mér ætíð veLvið hjón þessi og þau gerðu við mig eins vel og þau gátu. . Eitt árið sem eg var í Hólum fór eg í kaupstað, mest tnér til skemtunar og svo til að sjá föður minn, stjúpu og 2 bræður mína í leiðinni, sem þá voru í Heiðarbót. Kaupeyrir hafði eg engan sjálf, en húsntóðir mín sendi með mér ull til að kaupa kaffl og smávegis. Eg reið þófa og hafði langsekk undir mér með ull- inni, og svo dótinu, sem eg keypti. Bollapör reiddi eg í klút, sem eg varð að halda á í hendlnni. Á heimleiðinni var eg ein á ferðinni frain Kasthvammsdalinn, sem ligg-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.