Vekjarinn - 01.04.1904, Side 7
7
in sín og allt, sem hann gat frekast án verið, og
hlýddi bókstaflega boðinu: „Seljið eigur yðar
og gefið fátæklingum." Hann ljet það ekki fá á
sig, þótt bústaður hans yrði fátæklegur.
Hann hefur sjálfur í fyrirlestri löngu síðar
lýzt þessum kafla æfi sinnar á þessa leið:
„Jeg keppti nú að tveimur markmiðum,
annarsvegar að herða líkama minn og hinsvegar
að spara svo að jeg gæti hjálpað þurfamönnun-
um, sem jeg kynntist, þegar jeg var að vitnaum
frelsarann, og komst jeg þá smám saman að því,
að jeg komst af með miklu minna, en jeg hafði
haldið áður. Brauð og smjör, kjöt og mjólk urðu
nú óhóf fyrir mig. En hafragrautur og hrísgrjóna-
grautur til skiptis var ódýr fæða, og jeg gat vel
lifað af því. Eptir það gat jeg gefið 2/a parta
af tekjum mínum til fátækra og til styrktar kristin-
dómi, og þá reyndi jeg að því meira, sem jeg
gaf, og því minna, sem jeg eyddi sjálfur, því
meiri fögnuð og blessum gaf Drottinn mjer, gleði
fjeli mjer í skaut hvern einasta dag. Jeg fann
að Guð, já minn Guð, var hjá mjer og jeg þurfti
ekki að gjöra annað en þjóna honum með gleði.
Samt sem áður var mjer erfið tilhugsun að eiga
að fara til Kína, fjarri allri mannlegri aðstoð,
og verða að treysta Guði einum bæði að því er
vernd og viðurværi og allar nauðsynjar snerti.
Jeg sá að jeg þurfti meira andlegt þrek. Það
var áreiðanlegt að Drottinn mundi ekki bregðast,
eí trúin bilaði ekki; en ef trúin Mlaði, hvernig