Vekjarinn - 01.04.1904, Page 18

Vekjarinn - 01.04.1904, Page 18
18 huggaði mig við að allt væri i Drott.ins hendi og fór rólegur heim. Fáum dögum siðar var jeg að festa inn fyrir- lestrabók og stakk mig þá í fingurinn. Daginn eptir var jeg við líkskurð á sjúkrahúsinu. Hinn framliðni hafði dáið úr illkynjaðri veiki og jeg var mjög varasamur. þar eð jeg vissi að litil skeina gæti kostað líf mitt. En bráðlega fór jeg að finna til magnleysis og þegar jeg gekk um sjúkraherbergin um miðjan daginn, varð jeg að flýta mjer, því mjer var að verða verulega illt., sem annars kom aldrei fyrir. Það ætlaði að líða yfir mig. en kaldur vatnsdrykkur hressti mig. Mjer hrakaði samt óðum og gat varla seinni part- inn haldið á penna til að skrifa fyrirlestra. Þegar jeg gat ekki skrifað lengur, fór jeg inn í líkskurðar- herbergið til að taka verkfæri mín og parta þá, sem jeg átti að greina. Jeg spurði prófessorinn ráða, sem var mjög duglegur sáralæknir. „Það er svo sem auðvitað að þjer hafið sært yður við líkskurðinn, þjer vissuð að það voru hættuleg veikindi," sagði hann. Jeg fullyrti að jeg hefði farið mjög varlega. „fá hafið þjer haft skeinu áður,“ sagði hann og skoðaði hönd mína nákvæm- lega, en fann ekkert. Þá mundi jeg eptir nálar- stungunni. Hann hjelt að það mundi vera orsökin og rjeði mjer til að fara i snatri heim og ráð- stafa eigum mínum, „því að þjer eruð dauðans maiur," bætti hann við. Mjer þótti það erfið tíðindi, því að þá gat jeg ekki komizt til Kína.

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.