Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 22

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 22
22 það mun hann veita yður, og að faðirinn verð- ur dýrðlegur fyrir soninn. Jeg sá að jeg þurfti þá ekki annað en leita í trú og taka á móti krapti til að ganga þetta. Jeg sagði þá tafarlaust við Drottin, að jeg væri reiðubúinn að fara, ef hann vildi styrkja mig, og jeg bað í Jesú nafni um að jeg mætti þegar fá nægan krapt til fararinn- ar. Svo bað jeg vinnukonuna að sækja hatt minn og göngustaf, og svo hjelt jeg af stað, ekki til þess að reyna að ganga, heldur til að fara alla leið. Jeg var sterkur í trúnni; en aldrei skipti jeg mjer samt eins mikið af búðargluggunum, eins og í þetta sinn. Jeg var feginn að geta numið staðar við annan hvern eða þriðja hvern glugga, til að líta inn. Erfiðast varð mjer að komast upp, „Snow Hill“, mjer hefur aldrei fund- izt sú brekka eins brött og þá, en Drottinn hjálp- aði mjer. Jeg komst nógu snemma til skrifstof- unnar, og settist þreyttur á þrepin við hana. Peir, sem fram hjá gengu, horfðu spyrjandi á míg, en jeg varð að hvíla mig og biðja. Svo gat jeg eptir litla hvíld klifrast upp þrepin, og mjer þótti vænt um að hitta sama bókhaldar- ann og jeg hafði fundið áður. Þegar hann sá hvað jeg var fölur, spurði hann eptir, hvort jeg væri lasinn. Jeg sagðist hafa verið mjög veikur, og þyrfti að fara upp í sveit, en ætlaði fyrst að vita um aptur, hvort það væri áreiðanlegt að maðurinn hefðj strokið. ,Það Yar gott að þjer

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.