Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 26

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 26
26 framar hjer á jörðu. Hún duldi tilfinningar sín- ar eptir megni mín vegna. Við skildum, hún blessaði mig og steig á land. Jeg stóð á þilfar- inu, og hún gekk fram bryggjuna eptir skipinu út að hafnarmynninu, þegar vjer vorum komn- ir út úr því og skilnaðurinn fór að verða veru- legur, gat móður-hjartað ekki lengur dulið harm sinn; hún rak upp angistaróp, sem jeg gleymi aldrei. Mjer var sem hnífur stæði í hjarta mjer.“ „Dunfries" hjeit á stað til Kína 19. sept. 1853. Undirbúningstíminn var á enda, og starfstíminn fyrir dyrum. Nisima. (Postuli Japana.) Áð>ir en vjer snúum oss að æfisögu hans, verðum vjer að _víkja nokkrum orðum að landi hans og þjóð. Japanar kalla opt land sitt „land morgun- roðans“ (Dai Nippon), og ber það að ýmsu leyti nafn með rentu. Landið er fagurt og frítt með fannhvítum jöklum og skrúðgrænum dölum, með allskonar suðrænum trjám og ávöxtum. Fagrar víkur og firðir fullir af smáeyjum skerast inn i landið, og íbúarnir eru gáfuð og framtakssöm þjóð, sem hafa fljótar tekið ytri stakkaskipt.um við strauma menningarinnar, en pokkiir öpntu' heiðin þjóð,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.