Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 28

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 28
28 Árið 1548 flýði ungur Japani af háum stig- um úr landi, og komst til Góa á Indlandi, kynnt- ist þar kristniboði Jesúíta og tók trú. Hann hvatti þá mjög til að flytja kristindóm til Jap- an, og fór svo að höfuðsmaður Jesúítanna þar, Frans Xavier, stje á skip 1549 og hjelt til Jap- ans. Vinir hans löttu hann fararinnar eptir megni, en hann svaraði: „Hverju á jeg að svara Guði, þegar hann bendir mjer á Japan og ámæl- ir mjer fyrir að það sje ótrúmennsku minni að kenna að þeir viti ekkert um fagnaðarerindið; hann hafi gefið mjer vísbendingu um að fara, en jeg hafi metið meira ráð vina minna, en vilja sinn?“ — Slík svör sæma trúum þjónum Drott- ins. — Xavier starfaði 2 ár í Japan, en sá engan árangur 'iðju sinnar, og dó við strendur Kína, þegar hann ætlaði að fara að hefja kristniboð þar. En margir komu á eptir honum, og brátt fór kaþólska trúboðinu að ganga vel í Japan. Um 1600 urðu miklar byltingar í Japan og geys- aði þá áköf ofsókn gegn kristniboðinu og öllum útiendingum, og hætti hún ekki fyr en búið var að drepa eða flæma úr landi alla kristna menn nema Holiendinga, sem gróðafíknin hafði kom- ið til að spilla fyrir Spánverjum og Portúgals- mönnum, og höfðu sjer til eilífrar smánar neit- að kristnu trúnni, troðið krossmarkið undir fót,- um í augsýn Japana til sannindamerkis um, aö þeir ættu ekkert skylt við kaþóiskuna, og jafn-

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.