Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 30

Vekjarinn - 01.04.1904, Síða 30
30 arnir. Riissneskir kristniboðar settust að i Hako- date, franskir i Nagasaki og evangeliskir kristni- boðar komufrá ýmsum löndum, einkum Ameríku. Af þessum siðustu má sjerstaklega nefna þrjá, sem hafa starfað bæði vel og lengi í Japan: William frá biskupakirkjunni í Ameríku, — hann varð seinna biskup í Tokio. — Verbeck læknir frá Hollandi, sem Japanar gjörðu síðar að háskóla- kennara í Jedo, og dr. James Hepburn frá öld- ungakirkjunni í Ameríku. Hann þýddi fyrstur nýja testamentið á Japönsku (lokið 1879) og samdi stóra orðabók yfir mál Japana. Árið 1864 var fyrsti Japaninn skírður, hann hafði áður kennt kristniboða málið og lá nú á banasænginni. Hálfu öðru ári seinna voru tveir embættismenn skírðir. Annar þeirra hafði 10 árum áður fengið bænabókina ensku hjá fiski- manni, sem hafði fundið hana í sjó; enskur sjó- liðsforingi hafði misst hana útbyrðis á höfninni í Nagasaki. Bókin kom manninum til að leita til Verbecks og þaðan til Jesú. — Svo aðdáan- legir eru vegir Drottins. — Um sama leyti var Drottinn farinn að undir- búa manninn, sem ber langt af öðrum Jöpunum i kristniboðssögunni, og vel mætti nefna „post- ula Japansmanna." Hann hjet Nísíma og fædd- ist 12. íebr. 1843. Faðir hans var Samuri, þ. e. úr lægri flokki aðalsmanna, — æðri flokk- ar þeirra eru kallaðir Daimióar. — Nisíma fjekk eins gott uppeldi og foreldrar hans gátu veitt

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.