Vekjarinn - 01.04.1904, Page 33

Vekjarinn - 01.04.1904, Page 33
33 Nísíma yrði að ósk sinni; en svo atvikaðist — það þannig að ljensdrottinn hans setti hann á skip, sem hann þurfti að sonda til Hakodate norð- an til í Japan. Skipið átti að veia burtu þrjá mánuði og hjeldu foreldrar hans honum burtfarar- veizlu og buðu þangað ættingjum sinum. Síðan kvöddu þau hann döpur í bragði, en Nísíma hlakk- aði mjög til fararinnar og óskaði að hún mætti verða miklu lengri. Þegar Nísíma kom til Hakodate, ofbauð hon- um öll sú spilling, sem hann sá þar, og varð enn sannfærðari um að landar sínir þyrftu nýja trú og tiýja siði. — Hann hitti þar rússneskan prest, og gjörði hann að trúnaðarmanni sínum en hann þorði ekki að hjálpa honum, til að sti júka úr landi. Jmks hepnaðist honum þó að hitta skipstjóra frá Ameríku, sem iofaði að ílytja hann til Kína móti því að hann væri háseti hjá sjer á leiðinni. Skip hans var forðbúið, og fjekk þá Nísíma vin sinn til að flytja sig um borð um miðja nótt, en sjálfur lá hann flatur i bátnum. Næsta morgun, þegar skipið var að fara, komu lögreglumenn Japana til að rannsaka skipið, hvort nokkur strokumaður væri með, en Nísíma var svo vandloga falinn ttð þeir hittu hann ekki. Síðan ljetti skipið akkerum og Nísíma sá ættjörð sína hníga í sjó. f>á gripu hann heimþrá og kvíði, hann fann nú, hvað heitt hann elskaði foreldra sína og systkini, og þót.ti vistin ekki góð á skip- inu, þótt skipstjóri væri hommi góður, enda varhann

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.