Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Page 12
252 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. >->Segið mér í hvaða þorpi og prestakalli eruð þér fæddur? er yður kunugt um það?« Irinn yfti öxlum og sagði. «Rér haldið þó ekki að eg viti þetta ekki, eg var þó kominn um tvítugt, þegar eg yfirgaf héraðið, sem eg er fæddur og uppalinn í.» Hvað heitir það þá?» «Ladbroke Hill, og Iiggur aðeins þrjármíl- ur frá Dublin á Irlandi.» Lavarede lét sem hann yrði glaður við að heyra þetta, og írlendingnum, sem tók eftir því, þótti það vera góðs viti. «Kemur þetta heim?« spurði hann ofurlítið efablandinn. «Víst kemur það heim, en hverjir voru foreldrar yðar?« «Faðir minn hét Jósef William Vincent. Hann var frá Ladbroke, en móðir mín hét Pálína Croocks og var frá Noxleborg.® «Petta er ágætt.» »Kemur þetta heim, og er eg þá frændi yðar?» spurði írinn og stóð á öndinni af eft- irvæntingu. «Frændi, næstum! En bíðum við.» »Hvað eigið þér við með því að segja að eg sé nærri frændi yðar.» «Jú, egjhefi en nokkrar spurningar, sem eg verð að fá svarað.» »Spyrjið þá, herra minn,» sagði írinn óþol- inmóður, enda var þá vínið farið að svífa á hann. «Hugsið yður nú vel um,» sagði Lavarede, «hvort þér munið ekki eftir gömlum ættingja yðar, sem var búsettur í Dublin, og sem var ákaflegur nirfill, en vissi þó varla aura sinna tal, og sem aldrei vildi kannast við sína fá- tæku ættingja, af því hann væri hræddur um, að þeir mundu ieita hjálpar hjá sér. Munið þér ekki eftir neinum slíkum ættingja ef þér hugsið yður vel um?» írinu hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo niðurdreginn, að hann myndi ekki eftir neinum þesskonar ættingja. Hann var auðsjá- anlega á glóðum um, að þetta svar mundi fara með arfsvonina, og hann bætti því við til þess að draga úr áhrifum svarrsms: «Raunar er það ekkert undarlegt, því faðir minn dó þegar eg var tóif ára, og móðir mín skömmu síðar, og eg kyntist því lítið ættingjum mínum, eða heyrði um þá talað.« «Hugsið yður samt vel um, hvort þér heyrð- uð aldrei getið um gömlu Margrétu frænku yðar?» Irinn tók viðbragð, og það glaðnaði sýni- lega yfir honum. »Jú, jú, það nafn hefi eg heyrt á einhverri frænku.« «Pví get eg vel trúað« hugsaði Lavarede með sér, þar sem önnur hver kona á írlandi ber það nafn. En með uppgerðar hátíðasvip stóð hann upp og rétti Iranum hendina og sagði inni- lega klökkur: «Kæri frændi.® Irinn stóð líka á fætur, eldrauður í and- liti af gleði og endurtók orðin: «Kæri frændi» «Já, við erum frændur» sagði Lavarede, «á því getur enginn efi verið. Og nú skal eg segja yður hvernig sakirnar standa. «Margrét frænka er dáin, hún var föður- systir þín, en móðursystir mín, og gamla kon- an lét eftir sig 8000 pund sterling, sem jafn- gilda 40000 dollurum. Hún hefir í erfðaskrá sinni ákveðið að þetta skulu skiftast jafnt á millum okkar, en þó með því skilyrði, að við værum báðir á lífi, og kæmum báðir til að vitja arfsins. Hún hefir auðsjáanlega iðrast eftir því, vesalingurinn, hvað hún hafði verið harðbrjósta við fátæka ættingja, og viljað bæta fyrir það með því að stuðla til, að við báðir fengjum arfinn.« írlendingurinn hlustaði á alt þetta forviða með opinn munn og eins og í draumi, en Lavarede lét dæluna ganga, og sagði honum að hann hefði orðið að brjótast í að leita hann uppi til þess að ná í sinn hlnta, og hann væri búinn að eyða aleigu sinni í þetta ferða- lag. Hann sagði honum í hvaða gistihöll hann byggi, og írinn, sem vissi að hún var ein sú dýrasta í borginni, fór nú heldur en ekki að þykja þessi frændi sinn berast sæmilega mikið á. Hann sagði þvf með gætni:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.