Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Síða 15
Á FERÐ OG FLUGI.
255
urinn, »enn nú skýst eg út á undan dagverði
til þesa að kaupa farmiða handa mér og dótt-
ur minni.»
Við miðdagsverðinn var Irinn hinn kátasti,
honum varð létt um tungutakið við að drekka
hið ágæta vín, sem þar var á borðum, og hann
sagði feðginunum ítarlega frá því, hvar frændi
sinn kæri hefði fundið sig, og um arfsvonina
og allar þeirra ráðagerðir. Gamli maðurinn
hafði fult í fangi með að halda niðri í sér
hlátrinum.
Þegar írlendingurinn var farinn eftir mál-
tíðina, sagði ungfrúin blíðlega við Lavarede:
»Mig tekur sárt til þessa auminga manns. Hann
trúir á arfsvonina, og er svo glaður. F*að verða
sorgleg vonbrigði fyri hann, þegar hann kemst
að því, að þetta alt er eintómt gabb.'>
‘Þér hafið rétt að mæla, nngfrú góð, en
eg skal sjá um að hann huggist,»
('Hvernig ?»
Lavarede hikaði við, ensegirsvo: »Pað er
er nú raunar leyndarmál. En yðurermikið áhuga-
mál að fá að vita það?»
«Já, segið mér það herra Lavarede, það
gerir mig ánægðari. Eg kenni svo mjög í brjósi
um þennan fátæka mann, ef hann verður fyrir
algerðum vonbrigðum,»
«Eg skal verða við ósk yðar, ungfrú. Eg
ætla að gefa honum þessi tvö þúsund dollara, sem
vinir mínir Kínverjarnir ætla að borga mér.»
Rað kom ánægjusvipur á ungfrúna og augu
hennar Ijómuðu af gieði. Hún tók fast í hend-
ina á Lavarede og sagði klökk:
»Rakka yður fyrir.»
Þegar hún lítilli stundu síðar sat ein á
herbergi sínu, var hún að hugsa um, hvað hún
i raun og veru væri glöð og gæfusöm að fá
að ferðast í kringum jörðina með öðrum eins
manni og Armand Lavarede væri. Hún fór að
hugsa um, hvað svo mundi taka við, þegar
heim kæmi, og hún sat um stund í djúpum
drauma hugsunum. Loks þóttist hún komast að
fastri niðurstöðu, sem hún sagði ekki föður sín:
um, þótt hún væri ekki vön að dylja hann neins.
Ungu stúlkurnar hafa líka sín launungarmál.
XIV. KAPÍTULI.
I dauðramanna hæli.
Að kvöldi næsta dags, þegar klukkan var
nálægt því að verða 10, voru þeir Vincent og
Lavarede komnir á leið til líkhússins, og bar
sá síðarnefndi allstóran böggul undir hendinni
og var vafinn utan um hann þykkur grápappír.
Irinn gekk hins vegar laus, enda hafði hann
nóg með sjálfan sig. Hann var þegar orðinn
svo svínkaður, að farið var að sjá á göngu-
lagi hans. Petta var engin furða, því við mið-
degisborðið í gistihöllinni, sem hann nýlega
var kominn frá, hafði verið drukkið fast, og
Lavarede og Englendingurinn höfðu drukkið
honum ört til á víxl.
Pó gat hann nokkur veginn staulast áfram
eftir strætinu, og Lavarede örvaði iiann með
því að segja honum, að hann hefði með sér
fulla whiskyflösku til næturinnar.
Af ferðum þeirra er það slytzt að segja að
þeir komust báðir inn í Iíkhúsið, eins og ráð
hafði verið gert fyrir. Vincent fór inn um að-
aldyrnar, en Lavarede inn um Iúkudyr á stafn-
inum.
Líkhúsið var stórt um sig, en lágt. Inni í
því voru í þetta skifti um fimmtíu líkkistur;
þær stóðu í röðum fram með veggjunum, og
lítið spjald á loki hverrar kistu; á því stóð
skýru letri tala sú er kistan bar.
Fyrsta verk þeirra frændanna var, þegar
þeir voru búnir að loka og ganga vel frá dyr-
unum, að kveikja á dálitlum sprittlampa, sem
Irinn átti þar, og settu þeir yfir hann vatn í
litlum skaftpotti. Pví var ekki frestað að byrla
sér sterka púnskollu. Vincent kvartaði mjög
um þorsta, enda var vínið frá miðdegisverðin-
um alt af að svífa meira og meira á hann.
Lavarede var hinn liðugasti í öllum snún-
ingum við byrlunina og setti eftir litla stund
fult pjáturmál af sterku púnsi fyrir frænda sinn.
Vincent svelgdi það í sig, og veitti því eigi
athygli að Lavarede drakk ekki neitt. (Framh.)