Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Side 3

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Side 3
HYPATIA. 27 hlaðin skraiiti tír topösum og roðasteinum, var veifað að henni kæíu ttleð btævæng úr pa- fuglafjöðrum. Kona þessi var á að gizka hálfþ'rítug áð aldri, og hafði til að bera þessa munaðarríku grísku fegurð, og blánaði fyrir æðunum eins og í gegnum móbrúna, undurmjúka blæju. Fæturn- ir voru litlir og lágu á koddum, fagurgerðir sem á ástargyðjunni og hvítir sem svanabrjóst. Bungudrögin á brjóstum hennar og örmum sáust í gegnum slæðuhjúpinn, en neðri hluti líkama hennar var sveipaður sjali úr rauð- gulu silki, og voru á því skrtíðbönd úr skelj- um og rósum. Hár hennar lá fagurlega flak- andi á koddanum í ótal bugðum, alsett gulli og gimsteinum, Augun Ijómuðu munaðarbltð eins og demantar fratnundan augnalokunum, sem voru jöðruð með tállit úr svörtu antimoni. Varirnar stóðu ögn fram eins og þær væru að vonast eftir kossi. Hún lyfti hendinni hægt og letilega. Hún opnaði varirnar hægt. Og hún hvíslaði orð hins tröllslega elshuga síns með silfurskærum rómi á fegurstu grísku til munks- ins, og varð að taka þau upp aftur áður en hann gat hrundið af sér undrun sinni og svarað. »Ásgarður? Hvað er Ásgarður?* Stúlkan leit á tröllið og bað nánari skýr- ingar. «Aðsetur hinna ódauðlegu guða», svaraði tröllið stutt og snúðugt. «Borg guðs er á himnum,« svaraði Fílam- mon konunni og leit undan. Allir skellihlgóu að svari hans. Foringinn einn hló ekki, en ypti öxlum aðeins. »Hún getur eins vel verið á himmum eins og við Níl,» sagði hann. «Spurðu, hvaðan fljótið komi Pelagía.» Pelagía gerði það, og þá kom svar, svo ruglingslegt og fult af kynjum þeim og firn- um, sem Filammon hafði heyrt munkana segja sér frábarnæsku um þetta undarlega törfaland, að það tók því fram, sem Gotarnir höfðu heyrt í Alexandríu. Allir hlutir stóðu í sambandi við þetta fljót. Pað tók sig upp í Kákasusfjöllum, — en hvar þau voru, vissi hann ekki — hvort þau væru í Paradís eða Indverska Blá- landi eða blálenzka Indlandi. Hvar er það? Pað vissi hann ekki — það vissi enginn mað- ur, En það vissi hann að fljótið rynni hundr- &ð og. fimmtíu dagleiðir um eyðimörk, þar sem alt værí krökt af fljúgandi höggormum og öðru illþýði, og hitinn þar væri svo mikill að faxið sviðnaði á Ijónunum. «Pað væri gaman að bregða sér á veiðar þar,» sagði Smiður Tröllason, vopnasmiður flokksins. Pá sagði hann fljótið rynni himdrað dag- leiðir í austur, um Arabíu og Indland, og væru þar allir skógar fullir af fílum og konum með hundshöfuð, svo rynni það um fjöll í Svíþjóð hinni köldu; þar væri endalaus nótt og loftið fult af fjöðrum ; þriðjungur árinnar kæmi það- an, annar þriðjungurinn úr suðurhafinu og rynni yfir Mánafjöll, þar sem enginn maður hefur komið, en hinn þriðjungurinn kæmi úr landinu, þar sem fuglinn Fönix ætti heima — en um Ásgarð vissi hann ekki nokkurn skap- aðan- hlut . . . Og svona hélt hann áfram, og Pelagía þýddi ýmis rétt eða rangt, allir voru steinhissa, þangað til tröllið sló á lærið og bölvaði sér upp á, að Ásgarður mætti eiga sig fyrir sér til Ragnarökkurs — hann færi ekki feti lengra upp eftir Níl en hann væri kominn. »Fari hann grábölvaður, þessi munkur,* sagði Úlfur, «hvernig ætti þessi garmur að vita nokkuð um það?« »Pví ætli hann geti ekki vitað um það eins og apabílið þarna niður frá, rómverski land- stjórinn,« sagði Smiður. »Hann leit út eins lygari, þess landstjóri, en þessi munkur lítur þó út eins og ærlegur maður. Og eg er á því að trúa honum, og við það situr.« «Gætið nú að, Úlfur Óviðarsson og þér kappar allir; ef vér girnumst auðlegð, þá er hennar ekki að leita í sanddölunum. Ef vér girnumst konur, þá er þær ekki betri að fá meðal dreka og djöfla, en þær sem við höfum hér. Engan ólundarsvip ‘Úlfur. Eða hefur þú í hyggju að kvongast einni drósinni með hunds- /I*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.