Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 4
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hcfuðið, sem munkurinn var að segjafrá? Nú höfum við hér gnótt fjár og fljóða, og ef við viljum hafa eitthvað til dægrastyttingar, þá er meira gaman að drepa menn en dýr. Því er bezt að hverfa þangað, sem mest er um veið- ina. Frægð höfum við nóga, og hægt um vik að bæta við hana hingað og þangað við Miðjarðarhafið. Við skulum ræna Alexandríu og brenna hana. Fjörutíu af okkur öotunum geta slegið þessa arnarriddara af í hægðum sínum á tveim dögum, og hengt þennan lýgna landstjóra, sem narraði okkur í þessa ferð, á hæsta gálga. Svaraðu mér ekki strax, Úlfur. Eg vissi það strax, að hann var að Ijúga að okkur, en þið trúðuð honum, og eg hugði mér skylt að hlýða mér eldri mönnum. Við skulum snúa aftur. Farið og herjið á Vandali; safnið her og og takið Konstantínópel. Eg skal verða keisari og Pelagía keisarafrú. Pið Smiður hérna skuluð verða undirkeisarar. Og munkinn skulum við gera að höfuðsmanni geldinganna. Alt, skal eg láta eftir ykkur, til þess að hafa það — en upp eftir þessari bannsettri sprænu fer eg ekki í logandi hitanum. Spyrjið stúlkurnar, rekkar góðir — eg skal spyrja mína mey, konur eru altaf spádísir, hvar sem er.« «Já ef þær eru ekki dækjur,« nöldraði Úlf- ur í hálfum hljóðum. »Eg skal fylgja þér á heimsenda,« svaraði Pelagía, »en mun skemtilegra er í Alexandríu en hérna.« Úlfur spratt upp sem elding, þótt gamlað- ur væri og sagði: »Heyrið mig, Amalrekur Amali, og þér rekk- ar allir. Þegar forfeður mínir sóru að vera menn Óðins, og gáfu Amölum, sonum Ás- anna, ríki sitt, — hvert samband var þá gert milli yðar og vor? Var það ekki um það, að leita æ lengra til suðurs og finna Ásgarð, þar sem Óðinn á heima, og gefa honum í hendur konungsvald yfir allri jörðinni? Og höfum við ekki haldið þann eið? Höfum við ekki verið trúir Amölum? Engum vildum við fylgja, með- an Amali væri foringi vor. Höfum við ekki ver- ið trúir?« «Enginn hefir fundið svik í Úlfi Óviðar- syni, hvorki með vinum né óvinum.» »Því vill þá vinur hans svíka hann? Hver á þá að stjórna hjörtunum, ef vísundurinn fell- ur? Hverig heldur hópurinn áttunum, ef Úlfur konungur missir þeirra? Hver skal syugja fyrir yður Ásgarðskviðu ef Yngvi týnir þeim niður? Heyrið Ásgarðskviðu, rekkar góðir, Álrekur konungur unni henni mjög. Eg söng honum hana í keisarahöllinni í Róm, þangað til hann vann þess eið, þótt kristinn væri, að leita Ás- garðs í suðri. Og þegar hann fór til Valhallar og skipin brotnuðu við Sikiley — hef eg þá ekki sungið yður Ásgarðskviðu við Messínu, þangað til þér unnuð þess eið að fylgja Am- alanum með báli og brandi, unz vér fyndum höll Óðins, og fengjum bikar fullan mjaðar af hendi hans? Og nú vil eg enn syngja kvið- una, gotnesku kappar.« «Ekki kviðuna,« grenjaði Amalinn og tók höndum fyrir bæði eyrun: «Ætlarðu að gera oss aftur vitlausa, þegar vér vorum á beztu leið að gæta vor og finna, til hvers lífið væri gefið oss?» «Heyrið Ásgarðskviðuna — áfram til Ás- garðs, þér gotnesku vargar,» æpti annar, og alt fór á ringulreið. «Höfum vér nú ekki verið. í dagstæðum bardögum í sjö ár?» «Höfum vér ekki ausið út nógu blóði, svo að Óðinn megi vera ánægður? Ef hann þarf okkar með, getur hann.komið sjálfur og sótt okkur.« «Hafið ekki heyrt hvað munkurinn sagði — þér komist aldrei upp fyrir fossana.« »Við skulum reka kerlingasögurnar hans of- an í hann og ráða svo eitthvað af,« sagði Smiður, stökk upp af þóftunni, sem hann sat á, þreif öxi sína með annari hendi en fyrir kverkar Fílammons með hinni — unglingurinn var i dauðans hættu. Það var í fyrsta sinn, sem Fílammon fann á sér fjandmannstök. Það smaug ný tilfinning í gegn um hverja taug hans, meðan hann varð- ist hermanninum. Hanh þreif vinstri hendi um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.