Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Qupperneq 11
HYPATIA.
35
þér óhætt. Og nefndu mig nú aftur móður.
Mér fellur það vel. Hversvegna, veit eg ekki,
en mér fellur það vel. Og — Rafael Ben-Esra
— hiæðu ekki að mér og nefndu mig ekki fælu
eða fordæðu, eins og þú gerir oft. Mér er
sama þó aðrir geri það — eg er því svo vön.
En ef þú gerir það, langar mig altaf til að reka
þig í gegn. Pess vegna gaf eg þér rýtinginn.
Eg átti hann áður. En eg varð hrædd um að
eg mundi freistast til að nota hann einhvern dag-
inn, ef mér dytti í hug, hvað þú mundir verða
fallegur, ef þú Iægir dauður og sál þín væri í
faðmi Abrahams, og sæi þaðan alla heiðing-
jana stikna í loganum. Hlæðu ekki að mér og
hafðu ekki andstygð á mér. Eg er til með að
gera þig að æðsta ráðgjafa keisarans einhvern
góðan veðurdag. Eg get það ef eg vil.»
»Ouð forði mér frá því,« svaraði Rafael
hlæjandi.
cHlæ þú ekki að mér, Rafael. Eg hef sett
upp stjörnumælinn í gær, og veit það vel, að
þú hefur engar ástæður til þess að hlæja. Milkil
hætta og freisting liggur fyrir þér. Og ef þú
sleppur vel út úr því öllu saman, þá verður þú
líklega herbergisvörður, æðsti ráðgjafi, keisari
ef þú vilt. Og það skaltu verða — viti það
hinir fjórir höfuðenglar —það skaltu verða.«
Og með það hvarf hún út í þverstræti.
Rafael stóð eftir ráðþrota og forviða.
(Framh.)
GAMLA
Eftir Emanúel
(Framh.)
»Þessu á eg bágt með að trúa,« sagði org-
anleikarinn. »Að vísu er eitthvað hvíslað um
það manna á milli hér í bænum, að efni þín
muni vera á þrotum, en eg hefi haldið það
væri ástæðulaust bæjarþvaður.«
»Málavextirnir eru eins og eg hefi skýrt þér
frá,« sagði húsráðandi, »eg hefi hingað til þag-
að um þetta, til þess að gefa ekki bæjarþvaðr-
inu fullan byr í seglinn, en sannleikurinn er,
að peningarnir eru horfnir, Hugsanlegt er,
enda líklegt, að þeir séu faldir hér í húsinu
en hvar, það er hulin ráðgáta; eg hefi grand-
gæfilega leitað hér í öllum skúmaskotum en
ekkert fundið. Jockumsen, þessi slungni refur,
hefur gefið mér 14 daga frest. Finni eg eigi
kvittunina, eða hafi fengið peninga til að borga
honum á þeim tíma, verður gengið að fast-
eigninni.»
»Getur vinnufólkið ekki gefið neinar upp-
lýsingar í þessu máli?«
»Faðir minn hefur naumast látið nokkurn
vita um, að hann faldi peninga. Jómfrú Didrik-
HUSIÐ.
Henningsen.
sen veit ekkert. Væri einhverjum eitthvað kunn-
ugt urh þetta mál, þá væri það‘Mikkelsen, en
karlauminginn er hálfruglaður, síðan faðir minn
dó, það er líkast því, sem hann gangi í barn-
dóm.«
»Mér sýnir réttast að þú rífir þess gömlu
byggingu niður til grunna, þá hljóta pening-
arnir að koma í leitirnar.«
»Já, eg ber ekki á móti því,« sagði Lynge
með léttu andvarpi, »að eg vildi heldur að pen-
ingarnir fyndust.«
»Og Jockumsen gamli, sá er furðu áræðinn.«
»Hann fer kænlega að, hefir grunað að
kvittunin ef til vill væri glötuð, sem hún líka
er. Hættan var ekki mikil að sýna mér skulda-
bréfið og óska eftir borgun, hefði eg komið
með kvittun, féll málið niður, en hefði eg hana
enga, var til mikifs að vinna.«
Pegar hér var komið samræðunum var klapp-
að á dyrnar og jómfrú Didriksen, öldruð en
velbúin piparmey, kom inn. Hún hafði í mörg
ár verið ráðskona í þessu gamla húsi.
5*