Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Síða 14
38
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
nokkrum sinnum síðan, að vísu geðjast mér
ekki að því — — — þó finn eg að hún því
fremur er hjálpar þurfi.»
»fú ert sannarlega einkennilegur maður,«
sagði Lynge, og lagði handlegginn yfir herðar
á vini sínum.
»Sínum augum lítur hver á silfrið segir
máltækið,« mælti organleikarinn. »En nú skul-
um við líta inn hjá annarskonar fólki, hérna
eru dyrnar.
Þeir gengu inn í litla forstofu, og læti og
hávaði heyrðist innan frá. Búsk lauk upp dyr-
unum án þess að berja og fór inn, og Lynge
fylgdi honum, þeir komu inn í litla stofu með
leirgólfi. Fátæklegt var þar umhorfs.
Borð og tveir stólar stóðu undir glugganum og
sást þar lítið annað af húsgögnum. Inst í stof-
unni sat bleik og veikindaleg kona í gömlum
reyrstól, en við borðið stóð maður þreytu-
legur og sem auðsjáanlega hafði iítið af hvíld-
artímanum að segja; hann reykti úr litilli krítar-
pípu. Á miðju gólfi voru 5 börn í hvirfingu
og höfðu hvolp á milli sín; elzta barnið
virtist vera á tólfára aldri, en það yngsta um
þriggja ára. Pegar þeir félagar höfðu boðið
gott kvöld, veik Busk sér að manninum og mælti:
»Hvernig Iíður ykkur núna.«
»Jæja, herra organleikari, við höfum nú eigi
ástæðu til að kvarta. Parna situr mamma nokk-
uð brött, að vísu er hún kraftalítil, en alt er
betra en þurfa að liggja í rúminu og eg vona,
að hún fari nú að ná sér. Og krakkarnir ráða
sér ekki af kæti yfir hvolpinum, sem eg er ný-
búinn að útvega þeim. Hann er mjög skrítileg-
ur, svo við hjónin höfum líka gaman af honum.«
»Hum,« sagði organleikarinn ofurlítið efa-
blandinn, »en slíkt stofustáss kostar þó ekki svo
lítið, bæði er nú skatturinn og svo þarf hann
fæðið sitt.«
»Auðvitað,« svaraði maðurinn, »en það er
hægt að fara að því á setn liðlegastan hátt,
lögreglan veit ekkert uni hann, og það eru
fimm fjölskyldur, sem eiga hann og fóðra. Við
höfum hann sinn daginn hver. Pað var vita-
skuld ekki takandi í mál fyrir eina fjölskyIdu
að fóðra svona dýr.«
Ressi síðustu orð mælti hann við Lynge,
því að Busk hafði gengið til konunnar og tal-
aði í hljóði við hana. Lynge sá að hann fékk
henni peninga og klappaði henni hughreystandi
á herðarnar.
Svo kvöddu þeir vinirnir hjónin og krakk-
ana og fóru leiðar sinnar.
Á leiðinni frá húsinu sagði organleikarinn
við Lynge: »Eg vildi að þú þektir þessa konu,
hún er sannarleg perla, hrekklaus, tilfinninga-
næm, hjartagóð og vitur; af slíku efni eiga helgir
menn og dýrlingar að skapast. Enda þótt hún
hafi nú langa lengi verið meira eða minna veik,
er það þó hún, sem heldur við og stjórnar
þessu heimili, svo alt fer vel úr hendi. Mað-
urinn vinnur að vfsu og dregur ekki af sér, en
er einfaldur og barnalegur, en nægjusamur, og
gleðst af hverjuin vindilstúf, sem honum er
gefinn eða hann finnur í pípuna sína. Konan
fékk það, sem eftir var af peningunum frá þér,
svo við höfum ekki meira að gera hér út
í fátækrahverfinu; er þvf bezt við göngum
út úr bænum til þess að njóta þar kvöld-
kyrðarinnar. Fimm fjölskyldur um einn hund,
slíkt og þvflíkt hefi eg aldrei fyrri heyrt,*
sagði organleikarinn skellihlæjandi.
Þegar þeir komu afttir til bæjarins, vinirnir,
fóru þeir inn í veitingarhús eftir tillögu organ-
leikarans og skemtu sér um stund við kúluspil.
Klukkan 12 fylgdi Busk vini sínum heim að
bústað hans.
«Hver opnar nú fyrir þér?« spurði organ-
leikarinn er þeir komu að dyrum brauðgerð-
arhússins.
»F*að er eflaust einhver á ferli, sagði hús-
ráðandi, og barði óvægilega að dyrum.
Jafnskjótt brá fyrir ljósi í báðum gluggun-
um, og raust ungfrú Didrikssen spurði titrandi.
«Er það Ólafur?«
'»Já það er eg,« svaraði húsráðandi.
Lyklinum var snúið og og hurðin laukst
upp. Inni fyrir stóð ungfrú Didriksen með