Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.02.1912, Blaðsíða 20
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ana skal hann, eða fasteignina undir ham- arinn.« »Já, látið hann hafa það, hann hefir gott af því, það kynni að lægja vitund í honum stolt- ið og rostann.« Að svo mæltu fór þessi ungi kaupmaður leiðar sinnar, og var að grufla út í það á leið- inn heim, hvernig hann ætti að fara að því að fá fólk sitt til að una því, að hann að sex viknum liðnum tæki svo greinilega niður fyrir sig að ganga að eiga dóttur hins fyrirlitlega okurkarls. [ockumsen var í þann veginn að hverfa aftur inn í húsið, þegar hann alt í einu beið við, teygði úr sér og setti fram álkuna, um leið og andlit hans fékk ógeðslegan stór- mennskusvip. Orsökin til þessarar breytingar, sem alt í einu varð á karlinum, var, 'að mað- ur grannleitur, en skarpleitur í andliti, með grátt hár, nokkuð lotinn kom fyrir götuhorn rétt hjá húsi okrarans. »Pað var ágætt, að eg hitti yður heima,« sagði hann, þegar hann var búinn að heilsa karlin'um. »Má eg tala við yður fáein orð?« »Ójá,« sagði Jockumsen seinlega, »ef það eyðir ekki löngum tíma, því eg á annríkt þessa stundina.« Svo fór hann á undan komumanni inn í Iitla skrifstofu, sem var annarsvegar við forstofuna. Ekki bauð hann aðkomumanni sæti en sjálfur settist hann við skrifpúlt og fór að blaða í skjölum, sem lágu þar. »Hvað get eg gert fyrir yður, herra bæjar- gjaldkeri?* sagði okurkarlinn hirðuleysislega. »F*ér hafið krafist að fá alla skuld yðar borgaða á þriðjudaginn,« svaraði komumaður og strauk gráa hárið frá hinu bleika enni sínu. »Hvað er um það, herra minn?» svaraði Jockumsen með mannvonskulegum hrekkjasvip. »Mér er ómögulegt að útvega peningana á svo stuttum tíma.« sPá verð eg að gera fjárnám í eignum yðar, herra Bojsen, því peningana verð eg að fá.« »t*ér gætuð þó að minsta kosti gefið mér ofurlítið lengri frest,« sagði Bojsen og þurk- aði svitadropana, sem komu fram á enni hans. »Pér ættuð þó að hugsa um, að eg þrátt fyrir þá upphæð sem eg nú skulda yður, hefi með vöxtunum tvisvar sinnum borgað yður upphæð þá, sem þér lánuðuð mér.« »Um það er hér ekki að ræða.« sagði Jockum- sen þurlega, »hér er eigi um annað að tala en eg verð að fá mína peninga upp á skilding eftir þeim bréfum, sem fyrir liggja. Komumaður þagði um stund, það var sem hann ætti í áköfu og þjáningarfullu innvortis stríði. Svo tók hann aftur til máls með raust, sem skalf af niðurbældri geðshræringu: sRér verðið að gefa mér frest, Jockumsen. .... Mér er ómögulegt að borga yður á þessum tíma, og ef þér slakið ekki til, steypið þér bæði mér og mínu fólki í hina mestu ó- gæfu. Eg vil heldur borga . . . borga ...» »Petta getur nú verið mjög gott alt sam- an,« sagði okrarinn og horfði á þetta fórnar- dýr sitt með augum, sem mannvonzkan skein út úr, »en þaðerenginn vegur til þess, að eg taki kröfu mína aftur. Það voru þeir tímar, Bojsen, að þér þóttust flestum fremri hér í bæ og horfðuð niður til mín með fyrirlitningu; á þeim árum óskaði eg eftir inntöku í fína klúbbinn ykkar. Og munið þér ekki, hvað þér sögðuð þá? Hvað?« og okrarinn hló illhryssingslega, »jú, það hefur margt breyzt síðan þið neituðuð mér um inntöku í klúbbinn.« Komumaður horfði á okrarann og andlit hans var aðra stundina sem logandi eldur, en hina hvítt sem snjór. Hann reyndi að tala, en það var líkast því sem tungan neitaði honum um aðstoð sína. Svo fálmaði hann eftir hurð- arhandgripinu og fór út, og reikaði sem drukk- inn maður; úti fyrir húsinu lá honum við að- svifi, svo hann mundi hafa fallið um á götunni, ef maður, sem gekk framhjá, hefði eigi séð hvað honum leið, og tekið hann við hönd sér. Þetta var organleikarinn. »Hvað gengur að yður, Bojsen?« spurði hann, <>Eruð þér veikur?« »Snertur af aðsvifi,« svaraði hinn og dró andann þungt nokkrum sinnum, »það líður frá.« »Viljið þér ekki að eg fylgi yður heim? Pér eruð ekki heilbrigður,«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.