Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 5
HYPATIA.
101
á hvítu. Mennirnir vor ósiðaðir, háværír ribb-
aldar . . . alt öðruvísi en hún. Samtöl þeirra
var tómur vaðall, oftast níð og last um aðra,
og snerist oftast um metorðagirni þeirra og
þeirra, og drambið í þessari og þessari konu,
hverjir hefðu verið til altaris á sunnudaginn var,
hverjir hefðu rokið út úr kirkjunni strax eftir
prédikun, hversvegna fjöldinn, sem fór, hefði
verið svo ósvífinn að fara, og hversvegna hræð-
urnar, sem eftir sátu, hefðu dirfst að sitja eftir
. . . . endalausar útásetningar, aðfinningar og
lastmæli . . . hvernig gat nokkur æðri hugsjón
vakað fyrir svona mönnum? Eina markmið
allra manna og hlutaj frá patríarkanum niður
til landsstjórans, sýndist þetta eitt: Styður það
hagsmuni kirkjunnar? Og það þýddi eftir
skilningi Fílammons sama sem eigin hagsmunir,
eigin völd, eigin tignarauki. Þeir töluðu um
undanfarandi stríð og hervirki án nokkurrar
meðaumkunar með þeim særðu og drepnu, en
dæmdu það sem réttláta hegningu af himnum,
er skylli á heiðingjum og villitrúarmönnum.
Peir töluðu um deilurnar og ófriðinn á milli
keisarans og þjóðhöfðingjanna í Afríku, sem
það kæmi þeim ekkert við að öðru leyti en
því, hvort það gæti orðið til þess að völd
Kýrillosar í Alexandríu yxi eða minkuðu; þeir
töluðu um Órestes og Hypatíu, ráðgjafa hans,
og óskuðu guðs hefndar af heilum hug yfir
höfuð þeim og hugguðu sig við það, að þau
fengju að brenna að eilífu. Þá fór hrollur um
Fílammon, og hann fór að spyrja sjálfan sig,
hvort þetta væru þjónar fagnaðarerindisins —
hvort þetta væru ávextirnir af því að þjóna
Kristi? Og það hvíslaði eitthvað í hjarta hans
og sagði: Er nokkurt fagnaðarerindi til? Er
nokkur Krists andi til? Og ef það er — væru
þá ekki ávextirnir öðruvísi?
Petta smaug um hann eins og titringur frá
jarðskjálfta, sem er margar mílur niðri í jörð-
inni. Pað hafði að vísu eigi þokað honum
nema eina hársbreidd frá trú hans, von hans,
endurminningum hans .... Aðeins eina hárs-
breidd. En það var nóg. Allur hans innri og
ytri heimur breyttist og lék á reiðiskjálfi. Ef
hann hryndi nú saman? Pað hringsnerist alt
fyrir honum við þá tilhugsun. Hann fór að
efast um að hann væri hann sjálfur. Jafnvel
Ijós himinsins hafði breytt lit. Var þessi fasta
jörð, sem hann stóð á, ekki alveg eins og hún
virtist vera, þegar alt kæmi til alls, heldur að
eins þur og brothætt himna? Og hvað tók
þá við? — En svo leið þessi mara frá, og
honum létti um andrúmmið. Var þetta bara
ljótur draumur? Sólarhitinn og áreynslan hlaut
að hafa komið rutli á hann. Hann vildi gleyma
öllu.
Hann var þreyttur af vinnu, en enn þreytt-
ari af hugarstríði, þegar hann kom heim um
kvöldið; og hann sárlangaði til að fá að tala
við Hypatíu, en dauðkveið þó fyrir því. Oft
vonaði hann að Kýrillos áliti hann ekki færan
fyrir því, en hinn sprettinn rak mikillætið og
ofurhuginn á eftir honum að ganga djarflega
fram og verja trú sína og von. Ef hann að-
eins gæti gengið fram fyrir þessa töfrakonu og
sagt upp í opið geðið á henni það sem hon-
um bjó í brjósti. Hvað hún var yndisleg og
göfug á að sjá. Gat hann talað til hennar nema
með blæ viðvörunar, meðaumkunar, leið-
beiningar og bænar? Gat hann ekki snúið
henni — bjargað henni? En hvað það væri
dýrlegt, ef hann gæti unnið hana á mál trúar-
innar. Ef það yrði árangurinn af sendiför hans
að yfirbuga hana, höfuðforkólf heiðindómsins.
Ó — það væri tilvinnandi að koma því verki
fram og deyja svo.
ff? Pegar hann kom inn í hús erkibiskupsins,
var þar öllu meiri gauragangur en vant var.
Hópar af munkum, prestum, varðliðum og fá-
tækum og ríkum borgurum stóðu þar í garð-
>num og töluðu alvarlega saman, og sögðu
sumt ófagurt. Fjöldi af munkum frá Nítríu
var þar á gangi með úfið hár og sneplótt skegg
og yfirbragði því, sem trúarofsinn í öllum trú-
arflokkum á sameiginlegt, drembilegu, en þó
illilegu, reigingslegu, en þó óstjórnlegu, heimsku-
legu, en þó slægðarlegu, með andlitin afmynd-
uð af sífeldum föstum og meinlætingum; þeir
æddu frám og aftur með miklum ofsa og handa-