Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 16
112
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
krafti, og hughreystandi sálmalag með snildar-
spili, hljómaði út yfir götuna og varð þess
valdandi, að stöku maður, sem enn var á ferli
og fram hjá gekk, dokaði við til að njóta þessa
ágæta hljóðfærasláttar.
Síðari hluta næsta dags sat Lynge í bezta
skapi í herbergi sínu. Hann hafði fyrri hluta
dagsins farið út í Birkilund til að skýra unn-
ustu sinni frá því, að loks hefðu peningar og
verðbréf föður síns fundizt. Aðra lét hann ekki
vita um þetta og þau Busk og Didriksen þögðu
eins og steinar. Hann kom heim í bezta skapi
og beið nú eftir Jockumsen, sem hann hafði
beðið að tala við sig uin skuldaskiftin. Hann
þurfti ekki að bíða lengi, því hann heyrði von
bráðar að karlinn kom upp stigann. Regar
hann kom inn var hann með miður góðmann-
legan mikilmennskusvip.
»Svo þér eruð komnir,« sagði Lynge.
»Eins og þér sjáið, eg læt aldrei bíða eftir
mér, þegar eg ætla að útkljá skuldaskifti.«
»Og það er alvara yðar að ganga að mér
með fjárnámið, af því að eg vil ekki borga?«
»Auðvitað,« svaraði karlinn og hlammaði
sér ofan í legubekkinn.
»En þér vitið þó með vissu, að þér eigið
ekkert hjá mér,« sagði Lynge með uppgerðar
vandræðasvip, »og þér vitið eins vel og eg að
faðir minn borgaði yður þetta lán skilvíslega.«
»Sannanir, herra minn, fram með kvittunina,«
greip karlinn fram í drembilega.
• Kvittunin var ekki finnanleg, en eg hugs-
aði að kunnugleiki yðar á öllum málavöxtum
og skuldaskiftum ykkar föður míns væru yður
nægar sannanir. Ætti eg að borga yður þessa
upphæð, væri eg sama sem öreigi, því að pen-
ingar þeir, sein eg átti von á að erfa eftir föð-
nr minn, hafa glatast, eins og þér ef til vill hafið
heyrt. Eg vil því enn einusinni skora á yður að
láta kröfu yðar falla niður, sem þér vitið fyrir
Guði og samvisku yðar að er ekki rétt. Gæti
eg svo á einhvern hátt gert yður greiða, ann-
an en þann, að borga yður rangar skuldir,
mundi mér vera það ánægja.«
Okrarinn stakk höndunum í buxnavasana,
rétti frá sér fæturna, hallaði sér aftur á bak,
horfði á húsráðanda me.ð illmannlegu glott og
tók svo til máls:
»Nú, á að taka það á þennan hátt, þegar
í skömmina er komið. Nú er gott að biðjast
griða, þótt áður hafi verið borizt mikið á og
horft með fyrirlitningu niður ,til okrarans og
blóðsugunnar. Rá var kveðið við annan tón.
F*á átti eg og mínir líkar að vera bæjarskömm,
sem enginn skyldi lyfta hatti fyrir, en nú er
gorgeirinn loksins farinn að minka. Og svo
er ætlast til að eg sýni mig sem göfugmenni,
sem slaki til í öllum greinumi og gleymi allri
þeirri auðmýkt, sem eg hefi orðið fyrir, vegna
stærilætis yðar og föður yðar. Nei, þakka fyr-
ir, Lynge litli, slíkur meinleysingur er eg ekki.
Pér eruð nú komnir í þá sjálfheldu, sem ekki
verður hlaupið úr. Fasteignin verður að fara
og eitthvað af innbúinu, og þá fer nú að tálg-
ast utan af metnaðinum og mikillætinu, og á
eftir er svo hægt að halda sér við jörðina og
hætta við að hafa annara eignir til að mikl-
ast af.«
Anægja sú, sem karlinn hafði af kröggum
þeim, sem hann hélt að skuldunautur sinn
væri í, hafði þau áhrif á Lynge, að hann fékk
enn meiri fyrirlitning og viðbjóð á karlin-
um, en hann hafði nokkru sinni áður haft.
Hann hætti því við allt uppgerðar látæði, og
spurði þurlega í ákveðnum róm:
»Eru réttarþjónarnir á Ieiðínni?«
»Nei, en þeir koma bráðum.*
»Gott er það, því eg þarf líka að láta þá
gera nokkuð fyrir mig.«
»Rér líka?« spurði okrarinn háðslega.
»Já, eg, góði maður,- sagði Lynge, um .
leið og hann stóð upp og teigði úr sér frammi
fyrir okraranum. »Það er gamall, falskur víxill,
sem eg þarf að sýna þeim, og svo kvittunin
góða, sem eg er nýbúinn að hafa uppá. Hún
sýnir ljóslega að þér hafið fengið peninga þá,
sem þér nú heimtið af mér. Pað er von að
yður verði dálítið hverft við, að sjá nú í opn-
ar fangelsisdyrnar í stað þess að taka á móti sex
þúsund dölum. En nú hafa viðskifti okkar