Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 24
120 NYJAR KVÖLDVÖKUR. taugar hans að sjá, hve sorg ungu stúlkunnar við gröfina var ofsaleg og ‘bar vott um litla stillingu. Honum fanst ómögulegt, að vel upp alin og siðsöm stúlka gæti þannig algerlega gleymt sjálfri sér og látið tilfinningarnar ná valdi yfir sér. Pað var éigi einasta að hún gréti ofsalega, þegar rekunum var kastað á kistu móður henn- ar , heldur hafði hún ^fleygt sér niður og vein- að í sífellu: »Eg afber það ekki, móðir mín! eg get ekki lifað án þín! Komdu aftur móðir mín!« Presturinn reyndi að sefa hana með nokkr- um vel völdum huggunarorðum. En hún vísaði honum frá sér með ákefð og sagði: xRað er árangurslaust að vera að segja mér að við fáum einhverntíma að sjást á himnum. Eg er ekki að biðja um það. Eg er að biðja um að fá móður mína nú þegar,« ogsvokom gráthviða enn ofsalegri en áður. Miles Anderson hafði víst litla hugmynd nm, hve rödd hans var harðneskjuleg, og hve fast tak hans var, þegar hann tók í stúlkuna og reisti hana á fætur og sagði mjög ákveðinn: »Nú verðið þér að hætta að gráta, ungfrú James, og fara héðan með mér. Rað hæfir eigi að haga sér svona.« Hope hætti þegar að grála, hún greip í hönd hans og reis á fætur dálítið feimnisleg, og andlit hennar var svo grátið og kvíðafult, að presturinn sem horfði á hana, kendi innilega í brjósti um hana. Hins vega var honum óskilj- anlegt þetta samband, sem hann sá að var milli þessa velbúna herramanns og ungu stúlk- unnar, sem var svo afkáralega búin. Hann stóð við og horfði á eftir þessum einkennilegu förunautum, s*n gengu með hraða út úr kirkjugarðinum. Hann sá að herramað- urinn hjálpaði stúlkunni upp í skrautlegan vagn og það vakti enn meiri undrun og heilabrot hjá honum um það, hvernig kynning þessara mjög svp ólíku persóna væri háttað. Þau töluðust ekkert við á leiðinni til heim- ilis ungfrúarinnar. Hope varð að hafa sig alla við að bæla niður ekkann, sem fylgdi gráti hennar, en læknirinn horfði út um gluggann og var að hugsa um, á hvern hátt hann bezt gæti séð fyrir stúlku þessari framvegis. Vagtiinn nam staðar úti fyrir húsi frú Brooks og læknirinn fylgdi ungfrúnni inn. »Það er dálítið, sem mig langar til að tala við yður um,« sagði hann alvarlegur. Vesalings stúlkan, sem helzt langaði til að vera eina með sorg sína, fór með honum inn í dagstofuna, þar sem þau fyrst höfðu hitzt. Hope settist vandræðaleg yzt á stólrönd og sneri um fingur sinn bómullarglófum, er hún hafði dregið af sér, og snökti við og við. Lækninum fanst alt háttalag hennar óviðfeldið. Hann gleymdi því altaf annað veifið, hvað hún var ung og að hún var óvön að umgangast vel mentað fólk. Hann byrjaði svo að tala við hana vin- gjarnlega, en honum hepnaðist það ekki fullkomlega. Mig langar til að tala við yður um framtíð yðar,« sagði hann. »Og mig langar til að fá að vita, hvort þér eigið nokkra ætt- ingja, hvort ekkert af systkinum foreldra yðar muni vera á Iífi.» »Eg held eg eigi enga ættingja, móðir mín og eg vorum altaf einar — aleinar.« Síðustu orðin voru borin fram með skjáif- andi raust, og læknirinn hraðaði sér því að halda áfram samtalinu. »Pér hafið heldur ekki heyrt móður yðar tala um, að hún eða faðir yðar ættu ^ystkini?« »Eg veit að faðir minn átti engin. — Móð- ir mín sagði mér oft, að hann hefði verið einasta barn foreldra sinna, eins og eg var einasta barn þeirra. — Og fjölskylda móður minnar,»— hún þagnað: og horfði vandiæða- leg upp til læknisins. «Hvað vitið þér um hana, og hvert var fornafn móður yðar?» (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.