Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 11
HYPATIA.
107
Hún heilsaði föður sínum með blíðu brosi, en
horfði stóru, gráu augunum fast á Fílammon.
Gamli maðurinn fór síðan og lét þau ein eftir.
Fílammon stóð þar titrandi, náði varla
andanum og horfði til jarðar. Hvar var nú
alt þetta, sem hann var búinn að leggja niður
fyrir sér að segja? Hann þorði ekki fyrir sitt
líf að líta framan í hana, til þess að hann
ruglaðist ekki alveg. En því meir sem hann
varaðist að horfa í augu hennar, því betur fann
•>sítóhann, að þessi augu horfðu á sig — og því
meir fóru hugsanir hans á ringulreið . . .
Skyldi hún ekki segja eitthvað? Hún vildi ef
til vill að hann byrjaði . . . En hennar var
það að byrja, úr því að hún hafði sent eftir
honum. En hún sat kyr og horfði á hann frá
hvirfli til ilja, en bifaðist ekki sjálf fremur en
myndastytta. Hún spenti greipar ofan á hand-
riti, sem lá í keltu hennar. Pað skaut roða
fram í kinnar hennar, en augu hans voru svo
döpur að hann tók ekki eftir því.
Hvenær mundi slakna á þessari geðæsingu?
Ef til vill var henni jafnógeðfelt að tala eins
og honum. En annaðhvort þeirra varð að
byrja. Og það varð sá veikari til að gera, eins
og oft verður. Fílammon þoldi ekki mátið
lengur, hann sagði í einskonar hræðslufáti, hálf-
reiðulega og hálfauðmjúklega:
»Pú lézt kalla mig hingað.«
»Já,« svaraði Hypatía; »þó að þú talaðir
ókurteisleg og ósæmileg orð í áheyrnarsal mín-
um, virtist mér samt þessi tilfinnanlega ókurt-
eisi þín bæði áður og eftir stafa af unggæðis-
skap og fákænsku. Mér virtist svo, sem and-
lit þitt bæri með sér vott um göfugri sálu, en
vant er að vera meðal munka. Eg vildi nú
'komast að raun um, hvort þetta hugboð mitt
er á rökum bygt eða eigi — og þess vegna
spyr eg þig nú, hvers vegna þú komst hingað?«
Fílammon tók þessari spurningu tveim hönd-
um. Nú skyldi hann reka erindið. Og þó
stamaði hann, og varð að taka á öllu, sem
hann átti til, til þess að stynja upp: »Til þess
að ávíta þig fyrir syndir þínar.«
»Syndir mínar? Hvaða syndir?« spurði
hún með svo háleitri ró og stillingu í gráu aug-
unum fögru, að hann varð að líta undan til
jarðar. »Hvaða syndir eru það?«
Pað vissi hann ekki, hún var ekkert lík
lauslætiskonum. En hún var heiðin og fékst
við töfra. Hann roðnaði og stamaði og varð
hræddur við hljóminn í orðum sínum, er hann
svaraði: »Fordæðuskapur og galdrar og svo
hitt, þessar skammarlegu sögur, sem eru verri
fordæðuskapurinn, sem ganga.« — Lengrakomst
hann ekki, því að hann leit þá upp og sá tígu-
legu rólegu brosi bregða á andlit hennar. Henni
varð ekki að roðna agnarögn við orð hans.
»Sögur, sem ganga — « svaraði hún, »með-
al hræsnara og mannlastara — villidýranna úr
eyðimörkinni, þessara ofstækisfullu vélasmiða,
sem ætla að æra himin og jörð til þess að ná
einni manneskju á sína trú. Farðu. Eg fyrir-
gef þér. Þú ert ungur enn og þekkir ekki ver-
öldina. Vísindin munu einhverntíma kenna þér,
að hin ytri mynd er sönnún fyrir innri sálar-
fegurð. Eg hafði ímyndað mér, að fögur sál
speglaðist í andliti þínu. Eg hef farið vilt í því.
Það eru ekki nema ill hjörtu, sem geyma svo
illan grun, að aðrir séu eins og þeir finna að
þeir gætu orðið sjálfir. Pú mátt fara.«
Augu hennar Ijómuðu til hans eins og sól-
argeislar úr spegli, þegar hún benti honum með
öllum yndisþokka fegurðar sinnar að fara. Aum-
ingja Fílammon. Hvað var nú orðið um öll
viturlegu mótmælin, allar rétttrúuðu sannanirn-
ar? Hann reyndi að líta undan. í einu augna-
bliki — hann vissi ekkert hvernig — greip
hann sneipa, iðrun, löngun eftir fyrirgefningu,
og beygði hann til jarðar. Hann fleygði sér til
jarðar og bað hana fyrirgefningar með slitrótt-
um auðmýktarorðum.
»Farðu, eg fyrirgef þér. En vita skaltu það,
að dropar þeir, sem féllu úr brjóstum Heru
ofan á blómið það, sem síðan er hvítara en
mjöllin, voru ekki hreinni en dóttir Þeons.«
Hann lá á knjánum frammi fyrir henni, og
horfði í andlit henni. Hann fann að hún sagði
satt. Hann var munkur og vanur að trga því,
að holdleg synd væri verst og djöfullegust allra