Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 10
106 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þreif hann graskersflösku fulla af miði, fylti kýrhorn úr henni, tók um stikilinn, lyfti því hátt og mælti: »Til heilla hinni tíundu menta- gyðju og samtali þínu við hana.« Svo drakk hann út úr horninu í einum teig, sleikti út um, rétti Fílammoni það og fór svo að borða fiskinn og laukana með mestu áfergju. Fílammoni fanst þetta alt saman ærið hlægilegt og hefði ekki getað haft um það önnur orð en þau, sem honum þóttu ofheilög til að hafa við eins og þá stóð á. Reyndi hann þá að fara að dæmi litla mannsins, en þegar hann ætlaði að drekka úr horninu, misti hann ofan á sig, svelgdist á og sótroðnaði í framan, Daglaunamaðurinn brosti við og mælti: »Mik- ill klaufi ertu. t*ú kant ekki að haga þér eftir góðum og arfgengum siðum forfeðranna, sem hér er haldið við í miðdepli mentunarinnar. Júdit, taktu af borðinu. Og svo förum við í helgidóm spekinnar.« Fílammon stóð upp og las þakklætisbæn að munkasið. Lágt og lotningarfult amen heyrð- ist utan úr horni. Pað var negran. Hún sá að hann leit til hennar, leit til jarðar, tók leifar- nar af borðinu, en Fílammon og þeir félagar gengu til kenslusalar Hypatiu. »Er konan þín kristin?« sagði hann er þeir voru komnir út. »Hem—-ómentaðar sálir eru vanar að vera hjátrúarfullar. En samt er hún allra bezta skinn, þó að hún sé kvenmaður og kristin í tilbót, og fer vel með efni mín, þó það þurfi að hirta hana við og við, eins og gerist með skepnur. Eg hef átt hana af heimspekilegum ástæðum. Eg þurfti að eiga konu af mörgum ástæðum. Og af því að eg hafði nurlað dálitlu saman, mast fyrir Hypatiu og Iærisveina henn. ar, þá gekk eg út, keypti mér* þessa negru, og leigði mér sex stofur í þessu húsi, og leigi þær svo aftur lærisveinum hinnar guð- dómlegu heimspeki.« »Hefurðu menn í þeim nú?« »Hem —vissar stofur leigir tigin kona. Heim- spekingar gorta aldrei. En eina stofu getur þú fengið. Og hvað snertir viðtalshöllina—salinn, sem við vorum í — finst þér ekki glóa í þér einhver skyldur, bróðurlegur neisti? Við get- um vel borðað saman, úr því sálir okkar eru svo bróðurlega sameinaðar.« Fílammon þakkaði honum hjartanlega boð- ið, þó að hann hefði óbeit á að þiggja það. Eftir stutta stund stóð hann frammi fyrir húsi því, er hann hafði sofið hjá um nóttina. F*að var þá hún, sem hann hafði séð. Svartur dyra- vörður vísaði honum inn til liðlegrar ámbátt- ar, sem fylgdi honum um göng og þvergöng, sem láu inr. að bókasafninu mikla; þar sátu fimm eða sex ungir menn, sem voru að rita upp ritgerðir og teikna mælingafræðismyndir undir umsjón Peons. Hann horfði með for- vitni á þessar myndir, sem hann botnaði ekk- ert í, og fór að hugsa um, hvort sá dagur muni nokkurntíma upp renna, að hann skildi leyndardóm þeirra. En svo leit hann sneiptur til jarðar, er hann sá að piltar'nir gláptu á hann og sauðargæruna, sem hann var klæddur. Hann tók varla eftir því, er hinn gamli maður benti honum þegjandi að koma með sér út úr sal- num; heyrði hann hláturinn í piltunum á eftir sér út. Svo gekk hann eftir löngum göngum með gamla manninum, þangað til hann nam staðar við hurð eina. Hann drap hikandi á dyr . . . þar hlaut hún að vera inni . . . Nú — Ioksins. Hann skalf á beinunum . . . hjárt- að seig langt niður . . . Aumingja maðurinn! Honum datt helzt í hug að stökkva burt og hlaupa ofan alt stræti . . . En var þetta ekki eina vonin hans? -- eini tilgangurinn? — En þvi talaði hann ekkert, þessi gamli maður? Bara hann hefði eitthvað sagt. Þó það hefðu ekki verið nema ónot. En hann sagði ekkert, en opnaði aðeins hurðina með þessari yfir- gnæfandi tign, og Fílammon fór inn á eftir honum . . . Parna var hún —ennþá yndislegri en hún var áður — ennþá yndislegri en þegar hún var fegurst í hrifningu ræðu sinnar—enn- þá yndislegri en þegar hún stóð þar í tungls- Ijósinu nóttina áður, umflotin gullnum hár- fléttum og silfurflóði tunglsins. Rarna sat hún og bærði ekki fingur, þegar þeir komu inn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.