Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 7
MYPMW,
103
til að hitta fordæðuna heima hjá henni í fyrra-
málið.«
i-Skömm og svívirðing. — Helgidómurinn
er saurgaður,® æpti allur hópurinn og réðst á
Fílammon.
Pað var nú heldur farið að þykna í hon-
um. Allir heiðvirðari mennirnir í hópnum héldu
sér fjær, eins og vant er að vera, og létu hann
eiga sig, og þóttust góðir að geta sagt, að þeir
hefðu hvergi við komið. Svo varð hann að
bjarga sér eins og hann gat. Hann svipaðist
um eftir einhverju vopni, en það var hvergi
að fá. Munkahópurinn þyrptist að honum
gjammandi eins og grimmir hundar, sem otað
er á bjarndýr. Og þó að hann væri vel fær
á móti hverjum einum af þeim, svo hlapt hann
þó að sjá sitt óvænna, þegar hann sá hvað
þeir voru sinaberir á handleggjum og illhapðir
á svip.
>Sleppið mér í friði út úr garðinum,*
sagði hann; »guð einn veit, hvort eg er trú-
arvillingur. Eg legg mitt mál í hans hendur.
Patríarkinn skal fá að vita, hvað ósanngjarnir
þið eruð. Eg skal ekki troða ykkur um tær.
En ef eg geng oftar inn yfir þennan þröskuld,
þangað til Kyrillos lætur sækja mig sjálfur,
megið þið kalla mig villumann og heiðingja.*
Hann sneri sér við og ruddi sér braut fram
að hliðinu gegnum hópinn; dundi þá á eftir
honum svo spottandi hæðnishlátur, að hann
kafroðnaði af sneipu.
Tvisvar þaut hópurinn af stað á eftir hon-
um fram í hvelfdu göngin, en í hvorttveggja
skiftið gátu gætnari menn stilt þá. En svo var
honum sár.t í skapi, að hann gat ekki að sér
gert að snúa sér við á þröskuldinum og sendi
þeim tóninn með þessum orðum:
»Pið nefnið ykkur lærisveina drottins, en
eruð líkari árum helvítis, sem ólmast í dauðra
manna gröfum og kastast á grjóti —«
Meira þurfti ekki til; þeir ætluðu allir að
fljúga á hann, en lentu í fanginu á heilum hóp
af prestum, sem komu þjótandi ofan strætið
með hinu mesta dauðafáti og æptu: »Hann
hefur neitað —- hann segir heilagri kirkju stríð
á hendur.*
»Ó, vinir mínir,* sagði erkidjákninn más-
andi, »Við erum sloppnir eins og fuglar und-
an snörum fuglarans. Harðstjórinn þessi lét
okkur fyrst bíða tvær stundir við hallarhliðið,
og svo sendi hanp út varðsveina með öxum
og vöndum og sagði, að þetta væri eina svarið,
sem hann gæti gefið ræningjum og upphlaups-
mönnum.*
»Undir.eins til patríarkans,* svöruðu hinir
og hurfu aftur, en Fílammon stóð eftir á stræt-
inu, aleinn, aleinn í heiminum—aleinn í blindni v
reiði sinnar. En svo fór smátt og smátt að rofa
fyrir föstum hugsunum í þessu kófi geðshrær-
inganna. . . . Hann skyldi finna Hypatíu og
snúa henni. Hann hafði leyfi patríarkans til þess.
Það mundi bæta málstað hans, ef til vill leiða
hann heim aftur með sigurhrósi, dýrlegra en
nokkur keisari hafði haldið, ef hann kæmi með
drotningu heiðninnar sem fanga, bundna fjötr-
um fagnaðarerindisins. Til þess vildi hann lifa.
Honum smárann reiðin, eftir því sem hann
gekk lengra eftir götunum í kvöldrökkrinu, en
svo viltist hann. En hvað gerði það? Hann
mundi finna kenslusalinn á morgun. Loks kom
hann í breið trjágpng og fanst hann þekkja
sig þar. Var það ekki Sólarhliðið, sem hann
sá þarna? Hann gekk í hægðum sínum ofan
breiða strætið, og staðnæmdist á stóru flötinni,
þar sem hann fann litla daglaunamanninn á
dögunum. Nú var hann rétt hjá húsi Hypatiu
og skólanum (Músejon). Hann hafði ieiðst ó-
sjáifrátt þangað sem hann þurfti. Það var góð-
ur fyrirboði. Hann skyldi fara þangað undir-
eins. Hann gat eins vel legið og sofið á
þröskuldinum hennar eins og annarstaðar. Ef
til vill sæi hann hana ganga út eða koma
heim, þó framorðið væri orðið.
Hann vissi ekki, hvert húsið var hús Hypa-
tiu. En háskóladyrunum gat hann ekki gleymt.
Hann settist á stéttina viðmúrinn; næturkælan,
hin heilaga kyrð og ilman af mörgum þús-
undum útlendra blóma, sem fyltu loftið með