Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 13
HYPATIA. 109 föðurs míns ... Og þó er hann svo viðkvæmur að blygðast sín fyrir þau. Hann er ekki af lágum stigum. Höfðingjablóð rennur í æðum hans. Pað er auðséð á öllu fasi hans og fram- komu. Skrílinn þyrstir ekki eftir þekkingu og vísindum. Og eg, sem hef svo lengi þráð sann- an lærisvein. Eg, sem hef svo þráð að fá slíkan mann meðal þessara veikluðu, eigingjörnu gosa, sem aðeins látast hlusta á mig. Eg hélt eg hefði fundið mann, en rétt um leið og eg missi hann, fæ eg annan aftur, og hann er líf- legri, hreinni og óblandaðri í eðli sínu en Ra- fael var, jafnvel þegar bezt lá á honum. Og eftir öllum lögum svipfræðinnar, öllum einkenn- um látæðis, málróms og litarháttar og náttúru- viti míns eigin hjarta getur þessi ungi munkur orðið til þess að starfa fús, viljugur og hug- rakkur að því að draumar mínir rætist. Eg gæti gert úr honum Longínus, en sjálf gæti eg þá orðið Zenóbía með hann fyrir ráðgjafa. En hvað verður þá um Ódenatus — hann Órestes? Mikil skelfing!« Hún greip höndunum snögg- vast fyrir andlit sér. »Nei,« sagði hún og svo þurkaði hún af sértárin — »Petta og alt — alt annað í sölurnar fyrir heimspekina og guðina.* (Framh.) -------- OAMLA HÚSIÐ. Eftir Emanúel Henníngsen. (Framh.) Pegar Busk hafði yfirgefið unnustu sína, vék hann á leið til brauðgerðarhússins og hitti þar Mikkelsen gamla í búðinni. Hann heilsaði karlinum og hafði orð á; því við hann, að sér sýndist hann ekki vera heil- brigður. »Nei, það er eg heldur ekki, mikil ósköp, heilsan er alveg farin.t »Er það giktin?t »Já, já, bæði hún og annað.t »Pú ættir að fara í rúmið sem fyrst. »Auðvitað, eg er á leiðinni.t »Er Lynge upp í herberginu sínu?« »Já, hann kom seint í dag alfarinn heim.« »Pegar Busk kom inn til vinar síns, sagði hann honum þau tíðindi, að Jockúmsen gamli hefði tilkynt sér, að hann mundi byrja fjárnám- hjá sér næstu daga. A morgun lætur hann mig þó í friði og þá tilkynni eg bæjarfógetan- um peningahvarfið.t Busk tafði hjá vini sínum fram eftir kvöld- inu og vakti það eftirtekt hjá Lynge, að hann var venju fremur alvörugefinn og fámálugur. Pað var komið fram á nótt og organleikarinn var í þann veginn að fara, þegar þeir heyrðu að komið var upp stigann. Hurðinni var lok- ið upp og frammi fyrir þeim stóð jómfrú Did- riksen með óttasvip í andliti og ljósið í skjálf- andi hendi. »Hvað er nú um að vera?« spurði Lynge. »Ó, guð, nú er hann aftur á ferðinni niðri í kjallaranum,« sagði jómfrúin meðkveinandi raust. »Hver þá, sá framliðni?* »Já,« sagði hún og hneig ofan á stól, »eg heyrði skröltið í kjallaranum svo glögt.« Organleikarinn þreif af henni ljósið, gaf húsráðanda bendingu um að fylgja sér og skund- aði steinþegjandi ofan stigann. Lynge fylgdi honum, en jómfrú Didriksen horfði á eftir þeim undrandi og óttaslegin. »Förum hljótt, hvíslaði organleikarinn. »Peir læddust á tánum gegnum borðstof- una og inn í hliðarherbergið, þar sem niður- gangurinn í kjallarann var. Busk fékk Lynge Ijósið og lyfti upp hlemmnum. Ruðningshljóð heyrðist neðan úr kjaliaranum. Organleikarinn fór gætilega ofan stigann, og húsráðandi fylgdi honum eftir, Peir komu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.