Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 20
116
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sala Jockumsen liggjandi niðri í djúpu ræsi,
sem lá í gegiium gangstíg út á engi. Hann
hafði farið utan hjá borðinu, sem lá yfir hann
og hafði fallið ofan á steina, sem voru í ræsis-
botninum, og voru þeir Iitaðir af blóði, sem
gengið hafði upp úr honum. Fótbrotinn og
bilaður fyrir brjósti hafði hanu legið þarna alla
þessa köldu og röku haustnótt. Með litlu Iffs-
marki var hann tekinn upp og borinn heim.
Daginn eftir lokaði Jóhanna augum hans
fyrir fult og alt.
Nokkur ár eru liðin. í útjaðri bæjarins,
sem þessi saga gerðist í, má sjá nýlegt hús, stórt
og fallegt; það er nefnt »Jóhönnuhæli«. Það
var búið út til að vera hæli fyrir gamalt, fá-
tækt fólk, sem fékk þar ókeypis íbúð og ofur-
lítinn fjárstyrk á mánuði hverjum. Þetta hús og
styrktarsjóðurinn, sem fylgdi því, hafði verið
gefið af Jóhönnu sama daginn og hún og organ-
leikarinn héldu brúðkaup sitt; til þessa fyrir-
tækis hafði hún varið öllum eignum föður síns
og ekkert dregið undan.
Spölkorn fyrir utan bæinn hafa Lynge og
Emilía búið um sig í snotru heimili. Lynge
rekur þar landbúnað með Iffi og sál. Gamla
jómfrú Didriksen er þar og stýrir mestu í eld-
húsinu, en lítur þess á milli eftir tveimur hrokk-
inhærðum glókollum, sem leika sér með a:rsl-
um og skarkala í stofunum. Rað er ávalt há-
tíðisbragur á heimilinu, þegar organleikarinn
kemur þangað með konu sína, eða með hina
Iitlu, rjóðu dóttur sína. Ressir hátíðisdag-
ar eru nokkuð oft, því eins góðir vinir og
mennirnir eru, þá eru þær eigi síðri vinkonur,
Emilía og Jóhanna.
Gatnla húsið er horfið og ný bygging með
heilrúðugluggum hefir verið reist á lóðinni.
1 mannhæðarháum gluggunum blasir við marg-
lit álnavara og freistar þeirra er fram hjá ganga.
Willumsen er fyrir löngu orðinn gjaldþrota
og er nú orðinn minniháttar ölsali í lélegum
kjallara, fólki hans til armæðu, er finst lítið
hafa orðið úr honum.
Mikkelsen er kominn til féðra sinna, og gat
aldrei gefið neinar upplýsingar um, hvað það
var, sem ósjálfrátt leiddi hann í svefni ofan í
kjallarann, þar til hann hafði upp á peninga-
kassanum. Hann kom einungis með óljósar
tilvitnanir, »til hennar úti á dyrafjölinni«, sem
var langafa mágkona hans eða eitthvað þvílíkt.
»Það gerir nú minst til hvað því veldur,
að gamli maðurinn fann peningana, eða hvað
hann heldur um það. Reir komu sér vel, og
endirinn á því umstangi öllu saman varð góð-
ur, og þegar endirinn er góður, þá er alt gott,
segir máltækið.
Og með fullu samþykki þessa máltækis legg
eg frá mér pennann, og eftirlæt öðrum sögu-
riturum að ljúka við æfisögu þessara vina minna,
sem eg hefi hér skrásett kafla úr.
LOFORÐIÐ.
Eftir L. G.
Framh.
III
Miles Anderson var af flestum stallbræðrum
sínum álitinn mikill hamingjumaður. Hann
var heppinn í öllu, sem hann tók fyrir hend-
ur og honum hafði verið veitt þau embætti,
sem hann sótti um. Því var það, að þeim
Moberly.
stéttarbræðrum hans, sem lánið virtist ekki
leika eins vel við, fanst hann vera sannarlegt
óskabarn hamingjugyðjunnar.
Þó var það ekki frændafylgi eða framsýn
spágáfa viðburðanna, sem oliu því, að hann
hafði náð stöðu þeirri, sem hann nú var í.