Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 21
LOFORÐIÐ. 117 Vitur maður hefir einu sinni sagt að það væri ekki heppnin, sem kæmi mönnum áfram í heiminum, heldur kæmust þeir bezt áfram, sem létu ekki hentug tækifæri hlaupa fram hjá sér, og gegndu svo þeim störfum, sem þeir tækju að sér, með árvekni. Þetta var það sem Miles Anderson hafði haft hugfast; hann hafði gripið tækifærin þeg- ar þau komu, og afleiðingin varð sú, að hann nú tiltölulega á ungum aldri hafði náð mjög álitlegri stöðu sem læknir; ekki einasta framtíð hans virtist trygð, heldur mátti búast við að tiltrú sú og traust, sem hann hafði áunnið sér, mundi fara vaxandi, svo hann kæmist enn hærra í embættistiganum. Hann var starfsmaður hinn mesti og glöggur vísindamaður, hagsýnn og hleypidómalaus. Hann beitti óskiptum starfs- kröftum sínUm við þau viðfangsefni, sem hann í þetta eða hitt skifti fékst við, og hann hafði með úíhaldi og viljaþreki rutt sér braut að þeirri mikilsmetnu stöðu, sem hann nú skipaði. Hann kom á unga aldri til spítalans, og hafði þá þegar einsett sér að vinna sér álit og stöðu, og hann hafði látið alt annað lúta í lægra haldi fyrir þessu áformi sínu. Án þess að hann í eðli sínu væri orðinn tilfinningalaus við starf sitt, hafði honum þó tekist að dylja hið upprunalega fremur viðkvæma og tilfinning- aríka hjarta sitt undir fremur kuldalegu og hryss- ingslegu útliti. Þeir voru sárfáir,- sem brotist gátu gegnum skelina, sem hann hafði lokað um sig, og fundið hans eigin innra mann, eða nokkra hugmynd höfðu um, að hann undir niðri væri allur annar maður en framkoma hans bar vott um. Faðir hans hafði dáið meðan hann var mjög ungur, og það varð meðal annars orsök til þess, að hann fann snemma til ábyrgðar á framferði sínu, og gerði hann tujög ungan að fullþrosk- uðum manni. Honum hafði ávalt fundizt hann nokkuð einmaná, því að skapsmunum móður hans var svo háttað, að hann hafði aldrei van- ist á að leita trausts eða aðstoðar hjá henni. Þar sem hann þannig á unga aldri hafði vanist á að standa óstuddur á eigin fótum, er það skiljanlegt, að hann nú, þrjátíu og tveggja ára, gat síður en margir aðrir fengið sig til að leita ráða eða hluttekningár annara. Flestir höfðu því þá skoðun á lækninum, að hann væri mjög harðbrjósta og kaldlyndur. Stundum var hann þó mildur og vorkunsamur við sjúklinga, sem honum fundust vera einstæð- ingar. En ímyndunarveikir sjúklingar, og eig- ingjarnir, sem alt vildu láta vorkenna sér, áttu ekki upp á pallborðið hjá honum, enda báru þeir honum óspart þann vitnisburð, að hann væri harðlyndur, óváeginn og jafnvel grimmur. Fyrir kvenþjóðinni bar hann sáralitla virð- ingu, enda hafði móðir hans aldrei náð trausti hans eða aðdáun, og það grundvallaði dóm hans um aðrar konur. Kvensjúklinga sína skoð- aði hann að vísu sem lifandi verur, en gerði sér enga grein fyrir hinum kvenlegu tilfinning- um þeirra eða eiginleikum. Hann hafði einhverju sinni sagt við vin sinn: »Kvensjúkling skoða eg aldrei sem konu fremur en eg skoða barn með fullorðinna manna dómgreind.e Hjúkrunarkonurnar á spítalanum voru einu konurnar, sem hann helzt kyntist. Hann mat störf þeirra eftir verðleikum og sýndi þeim enga ósanngirni, þótt hann hinsvegar færi eigi dult með þá skoðun sína, að starfið á spítalanum væri eigi fyrir kvenmenn, og að engin mentuð kona, seni fengið hefði gott upp- eldi, ætti að takast slíkt starf á hendur. Jafnvel ekki Grace systir hafði getað hagg- að þessari skoðun hans, og þegar þau ræddu um þetta atriði, var hann vanur að slá botn- inn í umræðurnar með því að segja: «Rér eruð bara undantekning og það rask- ar ekki því, sem almennt á sér stað í þessu máli.« »SIíkt svar gerir allar frekari umræður um málið ómögulegar,« var Grace systir vön að segja. Regar hann umgetið haustkvöld ók heim til sín, frá því að heimsækja Hope James, var hann að hugsa um hina einkennilegu viðburði, sem fyrir hann hefðu komið, frá því að hann klukkan tvö um daginn hafði farið til spítalans, og hann var fremur gramur yfir þeim. Fátt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.