Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 14
110 NÝJAR KV0LDVÖKUR. ofan í framkjallarann og sáu brátt, að þar var ekkert um að vera, þeir fóru að dyrum innri kjallarans og heyrðu nú þaðan innan frá sama hljóðið aftur, svipað og tómri tunnu væri velt eftir gólfinu. í þvf bili að Busk lauk upp hinni þykku eikarhurð, sem var fyrir innri kjallaran- um, slokk'naði ljósið af dragsúgnum innan frá. »Sakar ekki, það er ljós þarna inni,« sagði Busk, og Lynge kom einnig auga á Ijós- týru langt inni í kjallaranum. F*eir læddust inn í innri kjallarann, en voru skamt komnir er þeir hrukku saman við smell að baki sér, hurðin hafði skollið afur, og í sömu svipan kom öl- tunna veltandi eftir gólfinu á móti þeim. Busk hljóp til og hratt aftur upp hurðinni. Regar þeir vinirnir fóru aftur að litast um í kjallaranum, bar þeim það fyrir sjónir, er vakti hjá þeim undrun og geig. Innarlega í kjallaranum sáu þeir að stóð ljósker, sem bar daufa birtu um kjallararúmið, og inst inn í horni, þar sem vant var að hlaða upp tómum tunnum, sáu þeir standa háan mann hvítklæddan, sem var að velta síðustu tunnunni úr horninu. sÞað er Mikkelsen,* sagði organleikarinn og aftraði Lynge að fara nær, »bíðum við og sjáum hvað hann hefst að.« Hvítklæddi maðurinn gaf því engan gaum, þótt hurðin hefði verið opnuð, heldur tók digr- an járnkarl, sem lá þar, og fór stynjandi að brjóta upp steinflísar í gólfinu. Jafnskjótt og hann hafði brotið upp gólfið, kom í Ijós að að holt var þar undir, og Mikkelsen — því að það var hann, sem brotið hafði upp gólfið — laut niður og seildist ofan í holuna og tók þar upp gamlan og sterklegan trékassa. Busk stökk þegar að honum og greip kassann af honum og rétti Lynge. »Taktu við,« sagði hann, »karlinn gengur í svefni, hér er víst ekki meira niðri.« Svo greip hann þétt í handlegginn á Mikkelsen og sagði í ákveðnum róm: »Nú förum við í rúm- ið, karltetur.« »Ójá, í rúmið,« stundi gamli maðurinn og augu hans störðu uppglent stefnulaust út í loft- ið. Með fálmandi hendi vafði hann rekkjuvoð- inni þéttara um sig og fylgdi Busk mótþróa- laust. »það er hér nálægt stigi upp'í herberg- ið hans,« sagði Lynge og tók ljóskerið til þess að lýsa þeim að stiganum. Eftir Iitla stund var Mikkelsen lagstur fyrir í rúmi sínu, og einn af bakarasveinunum var fenginn til að vaka yfir honum, til þess að hann færi ekki fleiri ferð- irnar ofan í kjallarann þá nóttina. En vinirnir hröðuðu sér upp til jómfrú Didriksen, sem sat hálfdauð af hræðslu uppi í herbergi húsbónda síns. Meðan þeir voru að ná lokinu af kassan- um sögðu þeir henni hvernig á þessum nætur- umgangi hefði staðið. Pegar lokið náðist af kassanum kom í Ijós, að allmikið var af skjöl- um og peningum í honum. Busk leit á eitt skjalið og sagði: »Retta eru eins og mig grun- aði, hin töpuðu auðæfi.« »Og hér er kvittunin hans Jockumsens gamla,« sagði Lynge sigri hrósandi. »Nú má hann koma og reyna fjárnámið.« Jómfrú Didriksen viknaði mjög í huga; bæði af því að peningarnir voru fundnir, og svo af því, að nú hafði hún fulla vissu fyrir, hvað það var, sem hún hafði heyrt og séð, og að það var ekkert yfirnáttúrlegt. Hún fór nú niður og kom að vörmu spori upp aftur með rjúkandi púnsskál, til þess þeir hefðu eitt- hvað að hressa sig á, vinirnir, meðan þeirværu að grúska í hinum nýfundnu skjölum. Gamalt skjal, sem þeir fundu á kassabotninum og far- ið var að gulna, vakti mikla undrun beggja vinanna. F*að var víxilskuldabréf fyrir sex þúsund dölum gefið út af Jockumssen og samþykt að borgast skyldi af föður Lynge. Neðst á víxlin- um stóðu eftirfylgjandi Iínur: »Eg viðurkenni hér með að nafn bakara- meistara Lynge er skrifað af mér án hans vitundar, og að hann hefur aldrei lofað að borga víxil þennan fyrir mig. Hér er því um víxilfals að ræða frá minni hlið. M. Jockumsen.« Undir þessum línum var aftur skrifað með rithendi bakarameistarans:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.