Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 17
GAMLA HUSIÐ. Íl3 breytt um stefnu á þann hátt, að nú er það eg, sem set skilmálana, en ekki þér. Sjáið til, hérnan er falski víxillinn með yðar eigin viður- kenningu fyrir falsinu, og'hérna er kvittunin fyrir sex þúsund dölum.« »t*ér ljúgið!« stamaði okrarinn nábleikur af ótta og hnipraði sig saman í horninu á legubekknum. »Eg hefi aldrei--------« *Við skulum ekki fara að þræta um þetta. Það upplýsist allt fyrir réttinum,* greip Lytige fram í fyrir karlinum. »Þér vitið að annað vitnið lifir enn, og svo kannast þeir við skrift- ina yðar á fógetaskrifstofunni. Ekki bætir það heldur úr skák, að þér hafið heimtað fjárnám hjá mér fyrir skuld, sem eg get nú sannað að yður hefur verið borguð. Þér hafið spilað of hátt spil, Jockumsen, og það er ekkert undar- legt, þótt þér tapið öllu saman, þegar svona ógætilega er spilað. En hvað heyri eg? Rétt- arþjónarnir munu þó aldrei vera að koma?« Okrarinn hentist á fætur og skalf á bein- un im. Skóhljóðið, sem heyrst hafði niðri, fjar- lægðist. »Nei, það voru ekki þeir. Fáið yður aftur sæti, Jokumsen. Eg get beðið.« »Og, þér ætlið .... þér ætlið —« stam- aði Jokumsen með hásri rödd. »Heyrið þér, Lynge .... Petta er gamalt mál, sem ekki er vert að róta við. Eg . . . eg vil heldur semja um þetta undir fjögur augu. Og það getið þér ímyndað yður, að eg borgaði þenn- an víxil; faðir yðar fékk peningana. En samt sem áður er eg ekki ófús . - . . . jú, eg vil vinna það til sátta að borga hann aftur.« Lynge leit með mestu fyrirlitningu á þenn- an skjálfandi þorpara, sein hræOslan hafði al- gerlega yfirbugaö, og sagði síðan: »Nú skal eg setja yður skílyrði, og með þeim er öllum samningum milli okkar ,lokið. — Þér hafið verið þessum bæ til svívirðingar, og margur á hér um sárt að binda fyrir fjár- brögð yðar og okur, og þér hafið eyðilagt fleiri en eina heiðarlega fjölskyldu. Nú vil eg veita yður tveggja daga frest til þess að ráð- stafa fjármálum yðar, og eg veit að vinur yð- ar, sem býr í hinum enda bæjarins, hjálpar yður til þess, ef þér tímið að borga honum sómasamlega. En áður en þessir tveir dagar eru liðnir, verðið þér að vera fluttur úr bæ- num, svo langt burtu, að þér verðið aldrei á vegi mínum hér í nágrenninu. En verðið þér ekki farinn eftir þessa tvo daga, eða ef eg rek mig einhverntíma á yður hér í bænum eða nágrenninu, þá skal eg, svo sannarlega sem eg heiti Ólafur Lynge, kæra yður fyrir víxilfals og annan óþokkaskap, svo að þér fá- ið verðskuldaða hegningu . . . Þetta eru mín skilyrði, og hér með er öllum samningum iokið okkar á milli. Og nú mun yður bezt að hraða yður út og snúa aftur réttarþjónun- um, ef þeir eru komnir á leíð hingað . . . . því ef þein» koma inn til mín, vil eg ekki á- byrgjast, að eg geti stilt mig, heldur láti taka yður fastan nú þegar.« Að svo mæltu opnaði hann dyrnar og Jockumsen gamli þaut ofan stigann og yfirgaf gamla húsið. Sá barnaskapur hafði snöggvast flogið honum í hug, að ráðast á Lynge og rífa af honum víxilinn og kvittunina, en hann áttaði sig undireins á því, að það mundi vera árangurslaust fyrir hann, gamlan manninn að fara í hendurnar á þessum háa og hraust- lega manni, sem stóð í broddi lífsins. Nei, hann hlaut að gefast upp og reyna að komast undan á flótla, áður en Lynge sæi sig um hönd og ef til vill bryti loforð sitt. Hann hljóp inn á skrifstofu bæjarfógeta og afturkall- aði fjárnámskröfuna, var þá svo mikill asi á karlinum, að honum var sýnilega brugðið, svo að það vakti eftirtekt skrifaranna. Þaðan hrað- aði hann sér heim til sín, læsti sig inni á skrifstofn smni og íór i eð skjálfandi hendi að raða skjölum sínum, því altaf var hann með öndina í hálsinum út af því, að Lynge mundi sjá sig um hönd og kæra sig fyrir bæjarfóget- anum, og vond samviska og ótti voru stöðugt að hvísla því að honum, að lögreglan mundi vera á leiðinni til þess að taka hann fastan. Og hann fór að hugsa um, hvort allt hans strit og óbilgirni í svo mörg ár mundi enda 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.