Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Blaðsíða 8
104 NYJAR KV0LDV0KUR. deyfandi angan, sefuðu skap haíis. Rarna sat hann og beið . . . beið . . . beið. En það var ekki til neins. Hann sá ekki neitt, sem hann þráði. Hvert húsið var hennar hús? Hver glugg- inn var að hennar herbergi? Sneri hann út að strætinu? En hvað átti hann að vera að hugsa um herbergi, sem stúlka bjó í? — Þarna stóð opinn gluggi —og logaði á lampa inni fyrir — og hann varð að líta upp —hann gat ekki gert að því —og vonaði. Hann gekk meira að segja nær, til þess að sjá betur inn í herbergið. Það var hátt uppi, en samt sá hann þar bókahillur og myndir á veggjunum. — Var þetta málróm- ur? — Já, stúlkumálrómur; hún var að lesa kvæði og las hátt; það heyrðist svo vel. Hreifð- ist ekki blað á trjánum yfir höfðinu á honum? Hann stóð og bifaðist ekki úr sporunum fyrir forvitni. Alt í einu þagnaði röddin og kvenmaður gekk út að glugganum, stóð þar hreifingar- laus, horfði upp í tindrandi stjörnuheimana þar uppi og virtist teiga í sig himinljómann, þögn- ina og blómaanganina. Gat það verið hún? hann hafði æsilegan æðaslátt um allan líkam- ann. Var það hugsanlegt? Hvað var hún að gera? Hann gat ekki greint andlitið. En tunglsbirt- an sýndi honum slétt og fagurt enni, umlokað af gullskýjum glitrandi hárlokka, sem féllu nið- ur um hana og huldu hana hiður áð höndum. Pær hafði hún lagt á brjóst sér og spenti greipar. Var hún að biðjast fyrir? eða fékst hún við galdur um lágnættið? Hann hreifði sig snögglega til. Hún leit niður, sá hann, lokaði glugganum og hvarf. Hann sat og beið eftir, hvort hún kæmi ekki aftur. Hann sárbölvaði sjálfum sér fyrir að hafa rofið þessa fögru töfrasýn. En það var sama hvað hann starði. Herbergið hélt áfram að vera dimt sem áður. Og Fílammon varð magn- þrota og doða dró yfir hann. Og þarna lá hann í skjóli ilmþrunginnar suðurheimsnætur- innar í rólegum blundi og draumarnir fóru með hann heim í Láraklaustrið, sem hann unni svo mikið. TÍUNDI KAPÍTULI. Sarntalið. Pegar þjónarnir komu morguninn eftir til þess að sópa kenslusalina, vaknaði Fílammon og fór að ganga um strætin og var í ákaflega þungu skapi. Hann hafði ekki smakkað mat síðan um miðjan dag daginn áður. Hann hafði sofnað aðeins þrjár stundir um nóttina áður, og verið á sífeldum hlaupum báða dagana, stundum í fullum ófriði, og aldrei haft frið til þess að hvílast andlega eða líkamlega. Hann var örmagna af hungri og þreytu, hann verkj- aði í allan líkmamann eftir að hafa legið þarna á steinleggingunni alla nóttina, og honum fanst því, að hann væri alls ófær til þess að jafna hugsánir sínar eða stilla taugar sínar undir samtal það, sem í vændum var. Hann vissi ekkert, hvernig hann ætti að afla sér matar. en hendur hafði hann þó, og með þeim gæti hann þó unnið sér inn aura með því að bera byrðar. Svo gekk hann ofan á torgið, til þess að fá sér vinnu —en þar var enga vinnu að fá, Svo settist hann þar niður á hafnarkampinn. Alt í einu var klappað vinsatnlega á öxl honum. Hann leit við og sá þá litla daglauna- manninn með körfu á höfði fulla af fíkjum, vínberjum og vatnsmelónum, og fór Fílammon þegar að langa í þær. »Nú, því ertu ekki í kirkju kunningi? Sérðu ekki alla heilögu mennina, sem streyma til Kajsarejou þarna á bak við þig?» Fílammon tautaði eitthvað ólundarlega, sem ekki skildist. »Nú, já, já, hefur farið út úr með þér og eftirmanni postulanna? Hef eg spáð rétt í eyð- urnar? Hefur guðrækilegt upphlaup og heilagt rupl og ránskapur orðið heldur pipraður mat- ur fyrir þína ungu tungu? A?» Aumingja Fílammon. Hann var sár við sjálfan sig af því hann fann að daglaunamaður- inn hafði rétt fyrir sér. Honum óaði við því að finna, að trúarbræður hans gerðu rangt. Honum þótti ilt að gera annan eins gosa að trúnaðarmanni sínum. Og þó þráði hann að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.