Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 8
224 NÝJAR KV0LDVÖKUR. um en hinir tveir, er sárir höfðu orðið, gat eg þó ekki haldið mér uppi aila leið þangað til báturinn kom, heldur leið yfir mig og eg sökk. En Tumi stóð frammi í barka á bátnum, og þegar hann sá mig sökkva, stökk hann óð- ara útbyrðis, náði mér upp og svo vorum við báðir innbyrðir. Regar þeir voru búnir að bjarga öllum, reru þeir á eftir hinum bátunum, sem voru að færa sig nær og nær kaparanum. Þegar eg raknaði við aftur, sá eg að flaski úr þóftu hafði rekizt inn í vöðvana á fram- handleggnum á mér og sat þar fastur. Sárið var hættulegt og verkjaði mikið í það. Bát stjórinn tók svo í flísina, án þess að spyrja mig leyfis og kipti henni út. En sársaukinn var svo mikill af því flaskinn var allur hrufóttur, og blóðrensli svo mikið á eftir, að eg féll aft- ur í ómegin. Til allrar hamingju var samt eng- in slagæð skemd, því að ef svo hefði verið, hefði eg vafalaust mist handlegginn. Menn bundu um sárið og lögðu mig svo niður í bátinn. Skonnortan tók nú að herða á skothríðinni, en svo fór aftur ögn að kula, meðan við vor- um svo sem fjórðung mílu frá henni, svo að hún gat fært sig um mílu frá oss. Við rerum enn á eftir henni, og áttum svo sem hálfa mílu til hennar —þá sáum við fregátuna koma fyrir stinningskalda, og færðist hún óðum nær. Golan náði og seglum kaparans og gat hann við það siglt úr skotfæri okkar, því okk- ar menn voru svo uppgefnir að þeir komust ekki fyrir hann. Varaforingi sneri því heim til fregátunnar aftur. Bátarnir voru dregnir upp, og við sigldum þegar af stað með góðri ferð og fullum seglum. Kaparinn sigldi á undan okkur. Eg var eini sári maðurinn, sem fluttur var til skipsins; var eg þegar lagður inn í sjúkra- stofu. Læknirinn skoðaði sár mitt, hristi höfuð- ið og eg varð hræddur um að hann ætlaði þegar að skella handlegginn af. En svo skoð- aði hann betur, og sagði þá, að þess mundi ekki þurfa. Svo var bundið um sárið og eg lagður í ból mitt undir skutþiljunum, og var þar nægur gustur inn um fallbyssuportin til að kæla hitann í vöngum mínum. Golan fór óðum vaxandi, svo við gátum ekki haft öll segl uppi. Kaparinn fór beint strik á undan. Um sólsetur varð enn að rifa segl, og leit þá út fyrir storm. Um nóttina herti heldur veðrið, og gerði sjó mikinn; kaparinn var fjórðungi mílu nær enn um kvöldið. Offí- serarnir höfðu nú verið sólarhring á fótum og fóru nú ofan til að fá sér hressingu og hvíla sig um stund. Við vorum að elta kaparann allan daginn, en gátum ekki nálgast hann meira en eina mílu. Rað var kominn rokstormur um kvöldið, og við fórum að verða hræddir um að missa hann, því að ilt var að hafa vald á kíkjum í hafrótinu. Helzt héldum við hann mundi hefla segl sín og láta okkur svo sigla fram hjá sér. En það hafði honum ekki hugsazt. Hann hafði svo mikil segl uppi, að það var beinasta hættu- spil um hábjartan dag — hvað þá héldur að nóttu til. Um morguninn var hann mun fjær en um kvöldið áður. Stormurinn fór heldur vaxandi. Tumi kom til mín um morguninn eins og vant var og spurði mig hvernig mér liði; lét eg heldur betur yfir því; »og kaparann vona eg þið takið, Tumi; það væri þó altaf hugn- un fyrir mig, ef hann næðist.« »Ef möstrin duga, vona eg það verði; en það eru mikil segl uppi, eins og þú finnur á því, hvað hún tekur miklar dýfur. Vatnið gengur eins og fossar framanyfir hana. En við náum honum fljótt. En fallega fer hann í sjónum. Þegar hann fletur, sjáum við að öll áhöfnin er bundin fast við þiljurnar, og hann þurkar af sér hvern stórsjóinn eftir annan. Hann ætti svei mér skilið að sleppa.« En hann slapp ekki. Um hádegisbil vorum við aðeins eina mílu frá honum. Um miðdegi, kl. tvö, fóru sjóliðarnir að skjóta með byssum sínum, því að við vildum ekki hægja ferð okk- ár til þess að skjóta með fallbyssum, þó hann væri rétt við kinnunginn á okkar skipi. Pegar við áttum eina kaðalslengd til hans (120 faðma),

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.