Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 21
ÓLANSSAMUR INNBROTSfJÓFUR. 237 nærri því ofraun að mega ekki segja félögum sínum frá þessu snjalla ráði sínu. Með demönt- unum og perlunum mátti troða bómull, og Þjappa þeim svo niður að ekkert sakaði. í- leppinn mátti líma svo ofanyfir að ekkert bæri á. Ef svo óliklega skyldi vilja til, að leituð yði þjófaleit í herbergi hans var óhugsandi að þýfið fyndist. Arthúr réðst nú í það að framkvæma þetta aform sitt sem hann hafði hugsað svo snildar- 'ega. Fljótt fann hann svefnherbergisgluggann frúarinnar og gat læðzt inn um hann eins og vofa. Hann heyrði djúpan og rólegan andardrátt. Rúmið nálgaðist hann án þess að vekja hinn uiinsta hávaða. — En í einu vetfangi lýsti raf- magnsljósið um alt herbergið svo hann skar 1 augun, sem einungis höfðu búist við níða- myrkri. En þá reis einhver ófreskja upp í rúminu. Hann sá að hún miðaði á hann stærðar skamm- byssu og hún hrópaði með gildum rómi og með útlendum framburði: iHreyfið yður ekki, eða eg læt skotið ríða af!< Retta varþáSimp- son í eigin mynd, hún hafði vaknað af vær- um blundi. Hún reis upp í rúminu eins og bún hafði lagt sig fyrir um kvöldið, nauða- sköllótt, tannlaus og augabrúnalaus. Alt var andlitið klístrað og gljáandi af fitu, sem hún hafði núið framan í sig og til og frá á andlitinu héngu ljósrauðir plástrar, sem límdir eru á til fegurðarauka. Arthúr hopaði ósjálfrátt á hæl, bæði af ótta °g viðbjóði. Einungis í þessari dauðans ör- væntingu, sem greip hann, hefði hann getað stamað fram þeirri æðislegu hugsun, sem hon- um flaug í hug. »Æ, fyrirgefið mér! Getið þér fyrirgefið mér? Eg eiska ygur sv0 heitt,« stundi hann um leið og hann féll á kné frammi fyrir henni. Honum flaug f hug að hún yrði nú fokvond °g alveg æðisgengin, fyrir það að hún hélt að hann væri að gera gys að henni. En frúin lét héndina með pístólunni falla mður á silkiábreiðuna. Augun tindruðu og skinu af brennandi kærleika og vingjarnlegt bros lék um alt andlitið, svo að skein í tann- lausan tanngarðinn. »ElskuIegi ungi maður! Hversvegna hafið þér ekki sagt mér þetta fyrir löngu síðan?« andvarpaði hún. »En hvað þetta er einkenni- lega, næstum skáldlega tilfundið af honum. Að læðast inn um gluggann eins og innbrotsþjóf- ur. — Eg fyrirgef þér. — Komdu bara nær mér.« Arthúr starði út í loftið, alveg úrvinda og iðraðist sáran eftir því sem hann hafði sagt, þó það yrði til þess að frelsa hann. Hárin risu á höfðinu á honum og ískaldur svitinn braust út um hann allan. »Nei, það er mér ómögulegt, eg get það ekki,« tautaði hann með sjálfum sér. En þá flaug honum í hug sú mikla smán að verða tekinn fastur, réttarhöldin, fangelsið og fram- tíðin, það var búið með hana. Hann gekk nokkrum skrefum nær henni, riðandi á beinunum og féll í fangið á þessari óvætti, en hún faðmaði hann að sér með mikl- um innileik. — Þetta var seinasla æfintýrið hans í þessari atvinnugrein, því hann giftist Auróru Simpson og miljónunum hennar. Endir. Bókmentir. Margt af nýjum bókum hefur komið út nú í haust, og hefur Kvv. borist nokkuð af þeim, þær sem Sigurður Kristjánsson hefur gefið út og örfátt annað. Verður þeirra getið smátt og smátt, eftir því sem rúmið leyfir. Tvær bækur hafa komið eftir Einar Hjör- leifsson, leikrit: Lénharður fógeii, og smásögu- safn: Frá ýmsum hliðum. Einar er þegar fyrir löngu alkunnur og viðurkendur fyrsti skáld- sagnahöfundur Iands vors, og er það að verð- leikum gert. Bækur hans »Ofurefli« og »Gull« hafa náð iniklu áliti bæði innanlands og utan, og 9másögur hans þykja bera af flestu, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.