Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 15
UNDRAMALMURINN RADIURINN
231
Undramálmurinn Radíum
Og
geislamagn.*>
Eftir Steingr. lœknir Matthíasson.
Einhver merkilegasta uppgötvun, sem gerð
hefir verið á síðari árum, er uppgötvun radí-
ums 1898.
Þó vér aðeins í nokkur ár höfum þekt rad-
mm, hefur það kent oss margar nýjungar og
það er ekki ennþá séð fyrir þá byltingu í vís-
•ndanna heimi, sem uppgötvun þess virðist
®tla að hafa í för með sér.
Hingað til höfum vér trúað því sem grund-
vallarsannindum, að alt efni, bæði hér á jörð-
mni og í kringum okkur, væri samsett af eitt-
hvað 80 frumefnum, og menn hafa þótst vera
vissir um, að þessi frumefni væru óbreytanleg
°g gætu ekki skifzt í sundur í önnur efni.
Allar kenslubækur í efnafræði hafa alt til
Þessa haldið því fram. Reyndar hafa sumir
heimspekingar og efnafræðingar eins og t. d.
hinn frægi danski efnafræðingur próf. Júlíus
Thomsen sem dó fyrir nokkrum árum, komið
með þær getgátur að alt efni sem vér þekkjum
væri í rauninni samsett úr sama frumskapnað-
inum (urmaterie). En fyrir þessu hefur ekki
verið hægt að færa neinar sannanir.
Efnafræðingarnir hafa hugsað sér, að öll
trumefni væru samsett úr óteljandi mörgum
°g smáum efniseindum eða atómum.
Nú eru öll frumefni mismunandi þung, og
h^fa menn þá hugsað sér, að frumagnir hvers
h'umefnis hefðu vissa, ákveðna þyngd, sem alt-
væri óbreytanleg — að agnirnar í hverju
h’Utnefni væru altaf jafnþungar og jafnstórar.
ettasta frumefni, sem vér þekkjum, er vatns-
> Grein þessi er að miklu leyti lausleg þýðing á
grein í norska tímaritinu Samtiden |1912, eftir
Próf. í lyfjafræði við Kristjaníuháskóla E. Paul-
Sen — Om radíum og radíóaktívitei, en eg hef
aukið hana og breytt hér og hvar, til þess að
e ntð skýrðist betur fyrir ísl. alþýðu. St. M.
efni, sem í sambandi við súrefni myndar vatn.
Vatnsefnisatómið hefur því verið notað til
grundvallar, sem eining, þegar talað er um
þyngd frumefnanna, og atómþyngd þess er
reiknað að vera = 1. ÖII önnur frumefni eru
þyngri, súrefni er 16, járnið er 56, blýið er
207, en þyngst allra frumefna, eru hinir sjald-
gæfu málmar uran (238,5) og thor (232),
Það er sameiginlegur eiginleiki allra frum-
efna, að þegar þau eru hituð mjög mikið, senda
þau frá sér Ijósgeisla. Láti maður Ijósgeisla falla í
gegnum þrístrent gler, þá skiftist hann í viss-
an fjölda af litarböndum, og eru þau mis-
munandi að fjölda og útliti, eftir því hvaða
frumefni í hlut á.
Með þessari aðferð, sem kölluð er spekt-
ralrannsókn, er hægt að ákvarða og þekkja aft-
ur ógnarsmáa hluta af hverju frumefni. Rað
sem þó er ennþá merkilegra, er það, að
hægt er að rannsaka þannig frumefni, sem er
í feikna fjarlægð.
Með spektralrannsókninni hefur verið hægt
að sjá hvaða efni eru í sól, tungli og stjörn-
um og jafnvel stjörnuþokum, eins og t. d. í
vetrarbrautinni. Regar Ijósið frá stjörnunum er
skoðað í spektralkíki, þá sézt, að í þeim eru
sömu efni og vér þekkjum hér á jörðinni.
Retta hefur styrkt jarðfræðinga í þeirri trú, að
allar stjörnur séu af líkum uppruna.
1868 fanst þó með spektralrannsókn efni í
sólinni, sem ekki þektist áður og var skírt
helíum. En 14 árum seinna varð vart við sama
efni í gosmekkinum, sem lagði upp úr Vesú-
víus og 1895 fann enski efnafræðingurinn Sir
William Ramsay töluvert af helíum innanum
uranmálmblending. Er hægt að hugsa sér öllu
dásamlegri rannsóknaraðferð en þessa, að geta
fundið frumefni út í himingeimnum löngu áð-
ur en það finst hér á jörðinni?
Rað var 1896 að franskur vísindamaður
Becquerel var að rannsaka lýsandi efni (fluor-
escens), þ. e. efni, sem hafa þann eiginleg-
leika að breyta hinum últrafjólubláu geislum
sólarljóssins, sem eru stuttir (þ. e. hafa litla