Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 16
232
NVJAR KVLÖDV0KUR
bylgjubreidd) og ósýnilegir, í lengri geisla,
sem augað getur skynjað. Hann notaði við
rannsóknirnar úransambönd sem hafa þann eig-
inlegléika, að þau lýsa mikið ef sterkt Ijós
skín á þau. Nú vildi svo til að dimt var yfir,
svo hann geymdi úransöltin í nokkrar vikur
niðrí skúffu. Þetta gaf tilefni til hinnar merki-
legu uppgötvunar, að þessi efnasambönd ekki
einungis lýsa, heldur halda áfram að senda frá
sér geisla með óþrjótandi styrkleik, jafnvel þó
þau séu geymd í kolníðamyrkri; en vanaleg
lýsing framléiðist einungis af ljósi. Ressir Ijós-
geislar stöfuðu þá ekki frá dagsljósinu; og við
nánari athugun sást, að þeir voru í mörgu frá-
brugðnir vanalegum ljósgeislum. Reir gátu
skinið í gegnum mörg önnur efni, sem annað
Ijós ekki kemst í gegnum, þeir gátu verkað í
myrkri á ljósmj ndaplötu, sem var geymd í
þéttum kassa eða vafin í svörtum pappír, og
þeir höfðu ennfremur þann eiginleika, sem hef-
ur reynst mjög þýðingarmikill við rannsókn-
irnar, nfl, þann, að gera loftið að góðum raf-
magnsleiðara.
En um sama leyti fann þýskur eðlisfræð-
ingur Smith og frú Curie á Frakklandi, án
þess hún þekti til rannsókna Smiths, að ýms
efnasambönd málmsins thor sýndu öldungis
sama háttalag og úransamböndin. Frú Curie
kallaði nú öll þau efni, sem senda slíka geisla
frá sér radíóaktív, og meinti þarmeð efni með
geislamagni. *) Hún hélt að geislarnir stöfuðu
frá málmunum úran og thor, og setti geisla-
magn úrans = 1. Nú hlutu öll úransambönd
að hafa minna geislamagn en sjálfur málmur-
inn. Hana furðaði því eigi lítið á því, að
biksteinn, sem er úranblanda, og einkum er
mikið af í Jóakimsdal í Böhmen, hafði miklu
meira geislamagn en úranið sjálft. Geislamagn-
ið gat því eigi verið úraninu einu að þakka,
heldur hlaut að vera innanum það annað efni,
áhrifameira. Og hér gat eigi verið að ræða
um neitt áðurþekt efni.heldur hlaut í bikstein-
inum að vera eitthvert nýtt, óþekt frumefni, sem
*) Orðið »geislamagn« hefur Þorkell kennari Þor-
kelsson notað fyrstur um radíóaktívitet
enginn hafði rekið sig á, vegna þess að það
var svo lítið til af því.
Stjórnin i Austurríki lét nú frú, Curie og
mann hennar fá eina smálest af biksteini og
nú tóku þau ásamt efnafræðingnum Beaumont
að leita að þessu efni. Þetta var 1898, og nú
hófst mjög vandasamt verk, að skilja í sundur
og uppleysa öll þau efni, sem voru í steinin-
um og skilja frá öll þcktu efnin. Eftir því
sem verkið hélt áfram, sannfærðust þau um að
þau væru á réttri leið, því geislaáhrifin jukust
stöðugt og var auðvelt að mæla það, með
því að loftið leiddi betur og betur rafmagn.
Að lokum fundu þau eftir langa mæðu nýjan
málm, sem var kallaður radium eða hið geisl-
andi efni. En það er einkennilegast allra efna,
sem hingað til hafa fundist. Geislaáhrif þess er
erfitt að mæla nákvæmlega, en er nálægt því
2,000,000 (þegar úrans geislamagn er = 1.)
Það er erfitt að gera skiljanlegt, hvað miklum
vandkvæðum er bundið að finna radium, en
um erfiðleikana gefur það dálitla hugmynd að
í einni smálest af biksteini, er aðeins 10 — 20
sentígrömm af radíum. 1904 var ekki framleitt
nema 1 gramm á Frakklandi af radíum og
allar radíumsbyrgðir heimsins eru ]ennþá að-
eins fáein grömm. Radíumsölt eru þessvegna
dýrari öllu öðru, og verðið er nú hérumbil
300 kr. fyrir hvert millígram. Það er því mið-
ur lítið útlit fyrir að unt verði að framleiða
mikið af þeim. Radíóaktív úran- og thor-sam-
bönd með geislamagni eru víða til, en alstað-
ar í svo litlum mæli, að það kostar feiknin
öll að framleiða radíum.
Hreint radíum er hvítur málmur og atóm-
þyngd þess er 226,5, með öðrum orðum tölu-
vert þyngra en blý, eða næst eftir úran og
thor þyngst allra frumefnanna. Eins og hvert
annað frumefni framleiðir radíum sérstök spekt-
ralbönd.
Geislar þeir sem leggja út frá radíum og
sem málmurinn hefur fengið nafn sitt af, eru
mjög einkennilegir og í flestu ólíkir þeim geisl-
um, sem vér vanalega köllum ^svo. Þeir eru
ekki sama eðlis allir, heldur má aðgreina þá í