Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 4
220 NYJAR KVLÖDV0KUR mennirnir verði á móti því. Eg skal gefa ykk- ur umhugsunartíma til morguns — og þá á eg að minsta kosti annan ykkar vísan.« »Eg þakka fyrir mig,« sagði Tumi. »Þú skalt vera velkominn,« svaraði vara- foringi og fór. »Nú erum við fallega settir,« sagði Tumi, »það er nú svo sem auðséð, hvernig þetta endar.« »Eg er hræddur um það,« svaraði eg, »nema við gætum komið bréfi til Drúmmonds eða föður þíns, því þeir mundu hjálpa okkur. En mannskrattiun þarua, sem skaut þessu að varaforingja, sagði að fregátan ætti að fara snemma í fyrramálið; þarna er hann, við skui- um tala við hann.« »Hvenær fer fregátan?« sagði Tumi við stýrimann. »Það er nú ekki venja, kunningi, að fólk sé að bera upp svona frekjuspurningar við offí- serana á herskipum. F*að má vera alveg nóg fyrir þig að vita, að þegar fregátan fer, þá fer þú með henni.« »En yður mætti samt ef til vill þóknast,« sagði eg, því mér gramdist svar hans, »að borga okkur ferjutollinn.« Við höfum mist bát- inn og líklega frelsið með, og það er yður að kenna, og það er því bezt að við fáum þessar tvær gíneur.c »Tvær gíneur? Heimtuðuð þið tvær gfne- ur? Ha?« »Já herra, það var umsamið.* Stýrimaður stakk sínum þumalfingrinum í hvern handveg á vestinu sínu og sagði: »Hvað er þetta ? Þið verðið nú að gá að því, piltar, að það þarf nánari skýringar við. Eg lofaði ykkur tveimur gíneum þegar þið voruð ferju- menn; en nú eruð þið á herskipi, og ekki ferjumenn lengur. Eg borga æfinlega ráðvand- lega allar skuldir mínar, þegar eg næ í þá, sem eg á að borga. En hvar eru ferjumenn- irnir?« »Við erum hérna, herra.« »Nei, piltar, þið er nú skipliðar, og það er nú alt annað,« »Nei, ekki ennþá; og þó það væri alt ann- að, er ekki enn búið að pressa okkur.« »Jæja, það verður þá gert á morgun. Við skulum sjá til. Ef [ykkur verður leyft í land aftur, eigið þið hjá mér tvær gíneur sem ferju- menn; en ef þið verðið teknir hér skipliðar, hafið ekki gert annað en skyldu ykkar að flytja einn af offíserum ykkar út á skip.« Svo fór hann eftir nokkur fleiri ummæli. Okkur var farið að verða kalt, því að við vorum holdvotir og dauðsvangir í tilbót. Vara- foringi sendi okkur upp mat og glas af groggi handa hverjum okkar og átum við það á milli fallbyssnanna undir hálfþiljunum. Við höfðum ögn af peningum í vösum okkar; keypti eg fyrir það pappír og skrifaði Drúmmond, Turn- bull, Marý og gamla Tuma, og bað þau síð- ustu að senda fötin okkar til Down, ef okkur yrði ekki slept. Við báðum fyrir að koma bréf- unum í póst og lögðumst svo til hvíldar í seglum þar á milli tveggja fallbyssna og sofn- uðum vært. ■ Morguninn eftir var lagt af stað ; við tók- um handarvik með, og hældi varaforingi okk- ur fyrir. »Eg vona þér gleymið ekki, að við erum nemendur og lofið okkur á Iand,« sagði eg. »Ja, eg er 'nú fjandi minnislítill á sumt,« svaraði hann og gekk fram á skipið. En því gleymdi hann ekki að rita nöfn okkar inn í skipsbækurnar með blýant og setja okkur á fæði; en ekki vorum við settir inn í neinn mötuneytisflokk eða vísað til rúms. Morguninn eftir komum við til Downs; þar lá skipið um þrjá daga fyrir straumi, en þegar lægði, var búizt til burtferðar og sent í land eftir kapteininum. Ýmsir bátar komu út að skipinu, og voru póstbréf í einum þeirra. Drúmmond og Turn- bull skrifuðu mér að þeir skyldu óðara sækja til sjóherstjórnarinnar um að fá okkur lausa, og svo fekk eg bréf frá Marý, og var helming- urinn til mín og helmingurinn til Tuma. Stap- leton hafði tekið bát Tuma og róið með föt mín ofan til gamla Tuma, og þaðan voru svo

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað: 10. Tölublað (01.10.1913)
https://timarit.is/issue/310758

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. Tölublað (01.10.1913)

Aðgerðir: