Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 10
226
NÝJAR KV0LDVÖKUR.
okkar lögfræðilegan ráðanaut yðar, mundum
vér telja oss það til hamingju að mega taka
yður upp í tölu skjólstæðinga vorra.
Eg er, herra, yðar lotningarfullur
John Fletcher.®
Lesarinn getur getið sér nærri, hvað eg varð
hissa við þessa óvæntu gleðifregn. Fyrst varð
eg sem steini lostinn og stóð með bréfið í
hendinni, og svo stóð eg þangað til varafor-
inginn kom inn í skrifarakompuna og bauð mér
að tilkynna að »bréfapóstur færi til Englands,
og seglarinn ætti að sauma bréfapoka.«
»Ærlegur, hvað er að þér? Er þér ilt eða —«
Eg gat engu svarað en rétti honum bréfið;
hann las það og smárak upp hljóð af undrun.
»Eg óska þér til hamingju og vildi að eg
yrði næstur á dagskrá. Pað var ekki furða, þó
þú værir eins og skorinn kálfur, því að hefði
eg fengið svona tíðindi, hefði kapteinninn mátt
grenja sig hásan og skipið farast áður en eg
hefði áttað mig. — Jæja ekki höfum við þá
meira gagn af þér.«
»Kapteinninn vill tala við yður, varaforingi,«
sagði foringjaefni eitt og tók til hattsins.
Hann gekk þegar ofan í káetu og kom aft-
ur upp með lausnarskjal mitt, lagði það á borð-
ið hjá mér og fór, því varaforingjar eiga afar-
annríkt, þegar skip liggja á höfn. Næstur hon-
um kom inn Tumi með bréf frá Marý og póst-
skrift á frá móður sinni.
»Nú, Jakob,« sagði hann, »eg hef heldur
en ekki fréttir að segja þér — Turnbull er dauð-
ur og Marý skrifar að hann hafi gefið föður
hennar 2000 pund eftir sig, og að hún hafi
heyrt, að þú hafir fengið eitthvað töluvert eftir
hann.«
»Já, og ekki svo lítið,« sagði eg, »lestu
þetta bréf.«
»Meðan Tumi var að lesa bréfið, rak eg aug-
un í bréf Drúmmonds — eg hafði þá alveg
gleymt því. Eg las það þegar og var efnið
hið sama og í bréfi málafærslumannsins,
en í færri orðum; réð hann mér til að koma
heim hið fyrsta, og innan í því var 100 punda
víxill upp á hans hús, til þess að eg gæti bú-
ið mig sómasamlega út eftir efnum og ástæð-
um.
»Þetta eru góðar fréttir, Jakob,« sagði Tumi.
Loksins ertu þá kominn í heldri manna röð,
eins og þú átt skilið að vera. Pað hefur gert
mig svo glaðan. Hvað ætlarðu nú að gera?«
»Eg er laus og boðaður heim.«
»Pví betra, Jakob,« sagði Tumi »egersvo
glaður. En hvað verður nú um mig?« Og
Tuma vöknaði um augu, og hann þurkaði sér
um þau með handarbakinu.
»Pú kemur bráðum á eftir, ef peningar og
áhrif manna mega nokkru um þoka.«
»Eg skal þoka því um sjálfur, ef þú getur
það ekki, eg hef fastráðið að verða hér ekki,
þegar þú ert farinn.«
»Gerðu samt engin glappaskot, Tumi. Eg
er viss um að geta keypt þig út, og eg skal
ekki láta það bíða, þegar eg er kominn til
Englands.«
»Þú mátt hafa hraðan á, Jakob, því að eg
er vissum að eg tolli hér ekki lengi.«
»Treystu á mig, Tumi, eg skal altaf vera
Jakob Ærlegur við þig,« sagði eg og rétti hon-
um hendina. Tumi tók í hana með augun
full af tárum ; sneri sérsvoundan og gekk út.
Pessi fiskisaga flaug nú um alt skipið, og
margir af offiserunum og skipshöfninni komu
til að óska mér til lukku. Mikið hefði eg vilj-
að tilgefa að vera einsamall litla stund — að
eins litla stund til þess að friða æstar tilfinn-
ingar mínar — færa guði þakkir fyrir svo ó-
vænta hamingju og gjalda minningu svo góðs
vinar þakkarskyldu mína. En það er nærfelt
ómögulegt í skipi, ef maður er ekki offíseri og
hefur sína kompu fyrir sig, þar sem máður
getur dregið sig inn úr glaumnum og verið
einn með sjálfan sig. Mann langar til að tár-
ast, en það verður að bæla það inni, eða þá
að gera það framan í öllum hópnum. Loks-
ins gafst mér þó tækifæri.
Hr. Wilson hafði verið háður herþjónustu,
en nú kom hann til að óska mér til hamingju,
undir eins og hann heyrði fréttirnar; og hann
man hafa ráðið í hvað mér bjó í brjósti og