Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 9
JAKOB ÆRLEGUR. 225 drógum við segl saman, til þess að verða aft- anhalt við hann; menn okkar höfðu felt nokkra menn á kaparanum með skotum sínum; þá sá- um við að kapteinninn veifaði hatti sínum til merkis um að hann gæfist upp. Við minkuðum þegar seglin, til þess að halda oss á kulborða við hann og héldum áfram að skjóta, þangað til hann hafði felt öll segl. Svo sigldum við nær, en skutum á hvern mann, er lét sjá sig á þiljum uppi. Svo var sendur bátur yfir í skipið, og ætl- aði honum að ganga illa að ná þangað fyrir hafróti; þó tókst það á endanum. Læknirinn kom og batt um sár mitt aftur og mér fór að iíða betur. Daginn eftir lágum við enn kyrrir og skonn. ortan við hlið okkar. Lægði þá svo, að hægt var að taka fangana yfir til okkar og setja á- höfn og yfirmenn frá okkur þangað yfirum. Skipið reyndist vera skonnorta, bygð í Ameríku^ en búin út sem franskur kapari. Hún hét »Le eerf agile* (hlaupahjörturinn), hafði fjórtán fall- hyssur, bar um 300 tonna og hafði 170 manns mnanborðs, en af þeim höfðu fjörutíu og átta verið sendir burtu með hernumin skip. Rað var happ að bátnum vanst ekki.að ná til hans, Þvi að þeir hefðu fengið hart viðnám. Rannig náðum við skipi þessu eftir 170 mílufjórðunga eltingaleik og heftum skaðræði þess. Síðan héldum við af stað til Halifax og náðum þang- að með skonnortuna eitthvað fimm vikum síðar. Sár mitt var þá að mestu gróið, en hand- ieggurinn var máttlaus og eg gat enga her- Þjónustu int af hendi. Pað var kunnugt, að eg •"itaði góða könd, og úr því eg gat ekki ann- að, bauðst eg til að hjálpa brytanum og ritara hans við skipsbækurnar o. fl. Aðmírállinn var í Bermúda, og fregátan, sem v*ð áttum að taka við af, var ekki heima og ekki von á henni heim fyr en eftir nokkra mán- uði- Hittum við svo aðmírálinn í Bermúda og vorum sendir á sveim þrem vikum síðar. f*á var mér fullbatnað í handleggnum, en bð var eg hafður áfram við ritstörfin af því að kapteinninn óskaði þess — þvert á móti VllJa mínum. Svona leið framt að^ári og gerðist lítið sögulegt. Fregátan var komin heim aftur og við áttum að hitta aðmírálinn aftur í Halifax. Við höfðum enn engin bréf fengið frá Englandi, og má því geta nærri óþolinmæði minni, þeg- ar skip aðmírálsins lagði að fregátunni undir eins og við vorum Iagstir, og bar upp á skipið marga poka af bréfum til offíseranna og skips- manna. Bréfin voru flutt ofan í borðsalinn, og beið eg þess með óþoli að þau væru Iesin sundur og skilað. »Hér eru tvö bréf til yðar, Jakob,« sagði brytinn. Eg fór þegar inn í skrifarakompuna til þess að lesa þau í næði. Utanáskriftin á öðru þeirra var rituð með ágætri hendi, og hafði eg aldrei séð hana. Eg var allforviða og opnaði þegar bréfið og var sízt að skilja í því, hver gæti verið að skrifa jafnumkomulausum manni og mér. Bréfið var frá málafærslumanni og var þannig: >Herra minn! xHérmeð Iæt eg ekki hjálíða að tilkynna yður tímanlegan afgang vinar yðar, hr. Alex- anders Turnbulls. Með erfðaskrá sinni, sem búið er að opna og lesa, Iiefur hann sett yður einkaérfingja sinn, og eruð þér sjálfur framkvæmandi hennar. Nú í bráðina fáið þér 30,000 sterlingspunda, en hitt fellur til yðar við andlát konu hans nema 5000 pund, sem frú Turnbull má ráða yfir eftir eigin vild, en aðrar dánargjafir eru ekki meira en 8000 pund. Frú Turnbull eru trygð 1080 pund í rentur á ári í 3°/o skuldabréfum, svo að þér fáið við dauða hennar 36,000 pund í skulda- bréfum, sem jafngilda 27,360 pundum með gangverðinu 76. Eg bið yður að taka á móti heillaóskum mínum með þessa hamingju yðar. Eg hef ásamt hr. Drúmmond snúið mér til sjóhersstjórnarráðsins um útlausn yðar og það gleður mig að geta tilkynt yður, að beiðni okkar var óðara veitt, og sami póst- ur, sem flytur yður þetta bréf, mun einnig flytja yður skipun um lausn yðar og frjálsa heimferð. Ef yður þóknaðist að álíta félag

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.