Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 23
BÓKMENTIR. 239 þroskavon mannkynsins fóigin, að það jafnvel komist fram fyrir englana. Lénharður fógeti var eins og kunnugt er, settur fógeti, eða líklega verið í hirðstjórastað, um eða rétt eftir 1500 (Ssl. 2, 664). Maður þessi fekk það orð, að hann hefði hagað sér miður vel, beitt valdinu illa, verið djarftækur «1 kvenna og fjár bænda.. Hann lenti í útistöð- um við Torfa i Klofa, en þar var þéttum að mæta og endaði svo, að Torfi fór að Lénharði á Hrauni í Ölfusi og vo hann þar. En ungur maður einn, Eysteinn Brandsson, varði Iengi dyrnar svo að enginn komst inn, þangað til Torfi og menn hans rufu þökin og komust að Lénharði á þann veg. Út af þessum viðburð- hm hefur Einar orkt sjónarleik þenna. Margt er gott í leiknum, en það verð eg að segja, að Einari hefur ekki tekizt það eins vel eins °g sögurnar. Úr því að hann tók Lénharð, eins og hann var, og lætur hann falla að leiks- •okum, hefði hann orðið að gera hann að ’dragiskm hetju, láta hann hafa eitthvað til sins ágætis, sem fengi mönnum samlíðun með honum. En það er ekki nóg og kemur ofseint það sem gefið er til þess. Ouðrún á Selfossi vafkar á milli, þangað til hún að síðustu tek- ur Eystein, enda liggur það beinast við. Sögu- mörk og einkenni þeirrar tíðar koma nokkurn- veginn vel fram, og mál alt og lundareinkenni eru vel samkvæm. En betur hygg eg að þetta efni hefði höfundinum farið úr hendi í sögu- sh'i. En sagt er, að ieikritið sé aðeins þáttur ur sögu, sem höf. hefur með höndum, og Seri eg mér alla von um að þar komi fram hin sögulegu tildrög. Það er enginn vafi á því, að af þeim skáld- um vorum, sem nú fást við skáldskap, annað en Ijóðakveðskap að minsta kosti, ber Einar af þeim að flestu leyti, einkum að þessari hár- h'nu efnismeðferð og stíl og meistaralegri fram- setningu á skapeinkunum, einkum hinna smærri 1 mannfélaginu, sem honum virðist vera veitt *af guðs náðc fremur öllum öðrum. /■ /• Hvöt. Þeir fundu það ekki og sáu það seint, að samkomulagið er gæfa, en utan við garða fór einingin leynt sem innanvið skyldi þó hæfa. Oft hefur fölnað sú fegurðarrós, forðum sem átti að dafna. í samhuga brjóstum ei lýsti það ljós, sem lýðurinn mátti ekki hafna. Og framsóknarmerki’ hefur fallið “í jörð, því fjöldinn ei samtaka gætti, svo skektist þá sárlega skipulagsgjörð, en skoðanir töpuðu mætti. Þá sitt vildi hver, er ei sigurinn vís og sofnaði manndáð á verði, því heild er sú engin, er undir því rís að óeining fjötranna herði. Seint ferst oss að læra vel listina þá, að leggja fram kraftana saman, sú lífæðin hreina þarf hraðar að slá í hugum, sem skapi þar framann. Því sá sem að heldur sig utan við alt og annara skeytir ei högum, en sýnist þar alt vera svikult og valt, er svipur frá reimleika dögum. En hvílum ei lengi við hverfandi stund, nú hvað sem oss minningin segir. Nú ársólin roðar um áanna grund og upplýsast nýruddir vegir. I giljunum skuggarnir grafa sér spor, og geislar mót hlíðunum stafa, og bjartari dagar sem boða oss vor, hér bólfestu tekið sér hafa. Svo vinnum til eflingar vísinum þeim sem vex nú í þjóðlífsins inni, þó innan frá rótum og utan úr heim andgustinn kalda hann finni. Að hvötunum gæta og gegna, er þá það gengi, sem skyldan oss býður, og fylgjum þeim einhuga meðan að má, að markinu setta þá líður.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.