Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 2
242 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ur að riða. »Eftir bréfunum hans að dæma er hann alveg blindskotinn í þessari stelpu, henni Marý Stapleton, og stundum finst mér eins og henni þyki dálítið vænt um hann — en hún er sjaldan lengi við eina fjölina feld. Mér lík- ar ekki að hún skuli vera að flangra með skollans ekki senn dátunum, þar sem Tumi hefur eftir henni, að henni sé sama um alla nema hann.« »Já, en kvenfólk er nú altaf kvenfólk — og það verður að pressa það, ef vel á að fara.« »Hvernig svo sem það?« »Nú, þegar við erum að ganga eftir ykk- ur og biðja ykkar — setjið ykkur þá ekki alt- af á afturfæturna, viljið bráðólmar láta kyssa ykkur, en kossana verður að taka með valdi. Alveg er eins með áhöfn á skipum. Allir segja nei fyrst, en þegar frá líður, kunna allir vel við sig. Tumi skrifar að sér líði vel og sé sama hvar hann er, ef hann má vera með Jakob.« »Ojá, það er nú satt, en nú er sagt að Jakob fái lausn, úr því hann er orðinn ríkur, og hvað verður þá um Tuma?« »Já, það er nú það lakasta. En eg er viss um að Jakob reynist vel.« *Eg vildi nú óska að Jakob væri kominn.« »Hann er kominn,« sagði eg þá, hljópfram og greip í hönd gamla Tuma, en honum varð svo bilt við að hann valt útaf stúfunum og dró mig í fallinu með sér, og fiú Beaseley stökk upp af þóftunni í bátskriflinu svo hart, að báturinn valt um og allur í sundur, og hún með og æpti hástöfum. Eg komst fyrst á fæt- ur og fór að bjarga frú Beaseley upp úr hrúg- unni, því hún var hálfköfnuð af ryki úr fúan- um og gamalli tjöru, og þegar gamli Tumi kom líka til sögunnar, komum við kerlingu fljótt á fætur aftur, »Jesús minn,« sagði kerling, »eg held eg sé gengin úr augakarlinum. En hvað eg varð hrædd, Jakob.« »Já,« sagði gamli Tumi og tók hlýlega í hönd mér — »það kom í bakseglið hjá okkur og gamla bátnum með. Þvílíkur gangur. Jæja, L eg er feginn að sjá þig, drengur minn, og þó að reiðinn sé annar, ertu samt enn sami Jak- ob Ærlegur.« »Pað ætla eg að vona,« svaraði eg og fór inn með þeim og sagði þeim alt það er eg vissi um Tuma og hvað eg hefði í huga að gera fyrir hann. Svo fór eg og lofaði þeim að koma fljótlega aftur, kallaði í bát sem reii eft- ir ánni, og ætlaði að heimsækja skólameistara um leið. En þegar eg kom upp undir Putn- eybrúna, þótti mér réttast að koma við hjá Stapleton gamla um leið, og bað því ferju- manninn að róa þar að landi. Eg flýtti mér heim til Stapletons, þaut upp tröppuna og inn í dagstofuna, og hitti þá svo á, að Marý sat þar á djúpu trúnaðartali við einkennisbúinn undirforingja úr 93. herdeild. Marý var orðinn enn fallegri en þeear eg sá hana síðast; hún spratt upp í fáti, og var eins og hún ætlaði ekki að þekkja mig fyrst. En svo óskaði hún mig velkominn með hálfgerðri óframfærni, sem eg var ekki vanur af henni, og stokkroðnaði um leið. Undirforinginn ætlaði ekki að þoka fyrst, en þegar eg tók í hönd hennar og kvaðst hafa skilaboð og kveðju til hennar frá manni, sem eg vonaðist eftir að hún hefði elcki gleymt, kinkaði hann kolli tii hennar og fór. Eg hef líklega verið nokkuð harðlegur á / svipinn þegar eg sagði: »Eg veit ekki hvort eg á að skila erindi mínu, Marý, eftir þetta, sem eg hef nú séð, að minsta kosti hef eg hú mist ánægjuna, sem eg bjóst við að hafa af því að skila því. Það er skammarlegt að leika sér þannig með tilfinningar manns, skrifa hon- um til og telja honum trú um ást, trú og staðfestu, og gefa svo öðrum vonir samtíða.« Marý drap niður höfði. , »Hafi eg gertrangt,« sagði hún eftir nokkra þögn, »þá hef eg samt ekki svikið Tuma. Eg sagði eins og var þegar eg skrifaði honum.« »Ef svo er, Marý, — því eruð þér þá að svíkja annan? Pví eruð þér að gefa öðrum ungum manni vonir, sem' aðeins geta spilt gæfu hans?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.