Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 4
244
NÝJAR KV0LDVÖKUR.
bað mig að tala ögn hærra, en eg svaraði:
»Hvaða narraskapur er þetta, Stapleton, það
þarf ekki við mig,*
Hann tók þá pípuna út úr sér, horfði fram-
an í mig og sagði:
»Nú, það ert þá þú, Jakob, þekti þig ekki
í þessum síðu fötum — hélt þú værir einhver
heldri maður, sem vildi fá bát. Eg þarf varla
að segja þér að það gleður mig að sjá þig
eftir svo Iangan tíma; það er ekki nema mann-
leg náttúra. Og hvernig Iíður Tuma? — Og
hefurðu talað við Marý?«
Retta greiddi mér götuna að umtalsefninu,
sem næst mér Iá; eg talaði um ástir þeirraog
hvað þeim væri hlýtt hvoru til annars, og
sýndi honum fram á, hvað fráleit! það væri af
honum að láta Marý altaf dúsa eina heima.
Karl kannaðist við þetta og sagði, að þetta
spjall hennar við piltana væri ekkert annað en
mannleg náttúra. Og hvað það snerti, að Tuma
langaði heim til þess að sjá hana aftur, væri
heldur ekki annað en mannleg náttúra. En
framvegis kvaðst hann skyldi reykja pípu sína
heima og halda dátunum frá húsinu.
Og svo skyldi eg við hann, fékk mér ann-
an bát og lét róa mér upp til Brentford til
þess að heimsækja skólameistara.
Eg hitti hann í skólastofunni við púltið,
sokkinn niður í djúpar hugsanir, en strákarnir
létu svo illa, að það hefði verið ærið til að
vekja rotaðan sel af svefni.
»Hr. Dobbs,« sagði eg og gekk til hans,
en hann tók ekki undir; eg hækkaði mig, en
það fór á sömu leið.
»Kósinus af x-4-ab—z—7» á að koma út,«
sagði hann við sjálfan sig, »en eg hef víst reikn-
að rangt. Eg verð að byrja aftur,« sagði hann
og opnaði púltið, til þess að ná öðru blaði.
En á meðan tók eg blaðið af púltinu og faldi
það fyrir aftan mig.
»En hvað er þetta?«, sagði skólameistari
og horfði í kringum sig eftir blaðinu. »það
hlýtur að vera go!an,« én í því bili festi hann
augu á mér, en eg horfði brosandi á hann.
»Nei, hvað sjá augu mín — það er —
og þó ekki — jú, víst er það — sonur minn
Jakob. Velkominn, margvelkominn,« sagði karl,
steig ofan af stólnum og faðmaði mig að sér.
»Langt er síðan eg sá þig, sonur minn —
lengi hef eg þráð afturkomu þína, og búizt
við að þú hefðir liðið skipbrot sem annar
Palinúrus. Pú ert kominn aftur og alt er gott.
Eg hef fundið son minn, sem eg hafði týnt,
eins og faðirinn í dæmisögunni. Nú er alt
gott. Pú hefur komizt hjá hættum bardaganna,
eldsins og skipbrotanna, og nú getur þú hengt
upp föt þín eins og þakkarfórn eins og Hóra-
tius.«
Undir ræðu þessari höfðu strákarnir raðað
sér að mestu í sæti sín og fóru að suða hver
í kapp við annan. En þá sagði skólameistari:
»Drengir, svo sannarlega skuluð þið hafa
frídag í dag, leggið bækur ykkar frá ykkur og
farið í friði.«
Bækurnar voru þegar látnar aftur og lagð-
ar frá sér. Og svo þaut öll hersingin út úr
skólastofunni með ópi og skarkala.
»Komdu, Jakob, inn í hið allrahelgasta; þar
getum við talað saman í næði. Segðu mér hvað
þig hefur hent, og eg skal segja þér það sem
eg veit um þá, er þú þekkir.'
»Fyrst vildi eg mega biðja yður að .gefa
mér ögn að borða, því eg er orðinn sársvang-
ur,« svaraði eg um leið og við gengum um
eldhúsið.
»1 sannleika skaltu fá alt sem ertil.Jakob;
en eg held nú helzt það sé ekki mikið, því
að við ráðskonan höfum verið nú í fjóra daga
að kroppa beinin úr lambskrofsparti. Hún er
nú ekki heima; en fyrir þína skuld ætla eg nú
að dirfast að hnýsast inn í leyndardóma búrsins
hennar. Hún kann reyndar að reiðast, en eg
býð þá gremju hennar birginn.*
Og hann opnaði búrið og rétti mér fram
eitt fatið eftir annað með því sem í því var.
»Hérna eru tveir harðir mjölsnúðar síðan í
gær — falla þér kaldir, harðir snúðar? En bið-
um við — hér er eitthvað Ijúffengara — helm-
ingur af köldu kálhöfði, sem eru leifar síðan
í dag. Og hér er ket, jú, það er ket; en það