Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 7
JAKOB ÆRLEGOK. 247 Svo kvaddi eg skólameistara og gekk til hússins. Var það þegar opnað og komu garð- yrkjumaðurinn og kona hans út á móti mér með mesta bugti og beygingum. Þar var alt í bezta iagi. Eg fór inn í húsið og dró mig í einveruna sem mest eg mátti, því að margar tilfinningar börðust um í brjósti mínu. Eg fór inn í herbergi Turnbulls og settist í hæginda- stólinn hans. Ánægjan yfir að vera eigandi, þakklátssemi við guð fyrir alla stjórn hans og hrygð yfir missi Turnbulls blandaðist saman í huga mínum og eg sökk niður í djúpar hugs- anir, Eg mintist þess, hvað hann hafði verið góður við mig, hvað hann hafði verið vand- aður og hjartagóður maður, vitur og mikils virði. Eg táraðist við minningu hans, og fann sárt til þess, hvað lítið eg hafði unnið til allrar þessarar hamingju, ferjudrengurinn, óbreyttur háseti á skipi, fátæklingaskólabarnið, sem eng- an átti að. Og nú var eg orðinn stórauðugur maður. Eg þakkaði forjsóninni alla náð henn- ar og gæzku við mig. Svo rendi eg huganum til Söru Drúmmond °g gerði það mér nokkurn óróleika. Skyldi hún taka á móti mér, eða minnast þess sem eg var? Eg gat ekki ráðið fram úr þeirri gátu. En það vissi eg, að eg mundi fljótt ganga úr skugga um það. Svo háttaði eg, og dreymdi um Söru, yngri Tuma, skólameistara og Marý Stapleton. Morguninn eftir lagði eg af stað til Drúm- nionds. Eg drap á dyr og var nú ekki sagt að híða í forstofunni, heldur óðara boðið inn. Sara var þar ein inni í dagstofunni, þegar sagt Vai" til mín; spratt hún þegar á fætur og kaf- roðnaði, gekk á móti mér og bauð mig vel- k°minn. Eg var svo utan við mig, að eg ætlaði VarIa að ná andanum, en aldrei hafði mér sýnst hún eins falleg og nú. Hvorugu okkar varð 0rð á munni, þar til eg stamaði upp: *Miss E^rúmmond,* og þagnaði. ‘Herra Ærlegur,* svaraði hún; en svo bætti hún við eftir stutta þögn: »En hvað þetta er heimskulegt af mér —eg hefði átt að óska yður hl hamingju með heimkomuna og alla gæfu yðar. Og eg segi yður það satt — það gerir enginn af heilli hug en eg.« »Miss Drúmmond,« svaraði eg í hálfgerðu fáti, »þegaregvar foreldralausi og fátæki dreng- urinn í skólanum, og ferjudrengur, þá nefnduð þér mig Jakob. Ef þessi breyting, sem orðin er á högum mínum, verður til þess, að við stöndum ókunnugri hvort gagnvart öðru en áður var — þá vildi eg óska, að eg væri aftur orðinn Jakob Ærlegur, ferjumaðurinn.« »Gætið þér að því,« svaraði hún, »að þér völduð yður það sjálfur að verða ferjumaður; Rað hefði getað verið alt öðruvísi. Nú hefðuð þér.getað verið verzlunarfélagi föður míns, eins og hann sagði við mig hérna um kvöldið. En þér neituðuð öllu af heimskulegri stórmensku, og hélduð það væri sjálfstæði; faðir minn nærri auðmýkti sig fyrir yður, enda þótt það sé aldrei vanvirða að kannast við yfirsjón sina og bæta úr henni; en hann gerði samt meira en ætlast verður til af flestum mönuum. Vinir yðar reyndu að leiðrétta yður, en þér tókuð engum sönz- um; og það sem var enn ófyrirgefanlegra — það var eins og eg hefði engin áhrif á yður. Eg fanu ekki að við yður meðan þér voruð sjálfum yður verstur. En nú, þegar hamingjan er yður hliðholl, segi eg yður afdráttarlaust—« »Hvað?« »Að það er meira en þér eigið skilið.« ^Rér hafið sagt satt, Miss Drúmmond.'' Eg var bæði heimskur og hrokafullur. En eg hafði iðrast heimsku minnar löngu áður en eg var pressaður, og eg játa það hreinskilnislega, að eg á ekki skilið þá gæfu, sem mér hefur fallið í skaut, Heimtið þér meira af mér?« »Nei, eg er ánægð með játningu yðar og iðrun. Nú getið þér sezt niður og látið fara vel um yður.« »Áður en eg geri það verð eg að leyfa mér að spyrja yður, hvað eg má kalla yður, úr því að þér kallið mig hr. Ærleg, Eg vil ekki reynast ókurteis.* »Eg heiti miss Drúmmond; en þeir sem eru mér nákomnir, kalla mig Söru.« »Rví gæti eg svarað svo, að eg heiti Ær-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.