Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Page 8
248 NYJAR KVÖLDV0KUR, legur, en þeir, sem eru mér nákunnugir, kalla mig Jakob.« »Pað er rétt; en eg verð að benda yður á, að þér kunnið ekki fulla kurteisi. Rér ættuð aldrei að neyða kvenmann til að láta undan. Ef eg stygðist við að þér nefnduð mig Söru, þá munduð þér gera réttast í að kalla mig »miss Drúmmond«. En því starið þér svona á mig?« »Eg get ekki að því gert og bið yður for- láts. En yður hefur aukizt svo fegurð síðan eg sá yður seinast. Eg hélt ekki að neitt gæti ver- ið fullkomnara, en —.« »Pað er ekki svo illa byrjað, Jakob. Eg þoli það vel að mér sé hælt. Nú — haldið þér áfram með þetta en.« »Æ, eg veit varla hvað eg ætlaði að segja* En einhver innri rödd sagði mér að eg ætti ekki að kalla yður annað en »miss Drúmmond.« »Nú, þér hafið þá breytt skoðun. Eg er nú líka sjálf farin að halda að þér lítið svo vel út i þessum fötum og séuð orðinn svo alt annar maður, að eg þori ekki að kalla yður annað en hr. Ærleg. Og svo kemur okkur saman.« »f*að var ekki það, sem eg vildi sagt hafa.« »Nú, segið þér þá hvað það var.« Til allrar hamingju slapp eg við að svara þessari spurningu hennar, því að Drúmmond kom inn í þessu og rétti mér hendina. »Jakob minn góður,« sagði hann mjög vin- gjarnlega, »það gleður mig að þú ert kominn aftur óg eg samgleðst þér með hamingju þína. En þú hefur nú störfum að gegna, sem enga bið þola. Þú verður að sanna, að erfðaskráin sé gild og semja um það sem fyrst við mála- færslumann þinn. Viltu koma með ? Öll skjöl- in eru hérna, og eg get vel látið þér eftir tím- ann fram eftir deginum. Við komum heim aft- ur til miðdegis, Sara, hafi Jakob ekki lofað sér annasstaðar.« »Nei,« svaraði eg, »og tel mig heppinn að mega nota mér gott boð yðar. Verið þér sæl- ar, miss Drúmmond,* »Au revoir, hr. Ærlegur,« svaraði Sara, glotti glettnislega og hneigði sig ákaflega formlega. Hr. Drúmmond var einstaklega alúðlegur og föðurlegur við mig, og vöknaði mér oft um augu um daginn. Við lukum að mestu nauðsynlegustu störfunum, og var þá orðið svo framorðið, að eg gat ekki haft fataskifti. Frú Drúmmond tók mér hið bezta; um kvöldið sagði eg þeim alt sem á dagana hafði drifið og notaði þá tækifærið að kannast við heimsku míua og votta herra Drúmmond iðrun mína eftir vanþakklæti mitt. Um kvöldið sýndi hr. Drúmmond mér fram á, að alt sjálfstæðisbrutl mitt var tóm vitleysa, því að allir væru einhverju háðir í veröldinni. Sem ferjumaður hefði eg verið háður kaupa- nautum mínum, og svo væri um hvern og einn, því margbrotnara sem þjóðfélagið væri, því háðari yrði maður. Hann kvaðst hafa vit- að um erfðaskrá Turnbulls meðan eg var ferju- maður, én ekki viljað láta mig vita af henni, því að hann hefði álitið að eg hefði gott af að vorkennast. Seint um kvöldið fór eg svo heim í gistihúsið, og hafði þá lengi ekki ver- ið eins glaður í hjarta. Daginn eftir tók eg við húsi mínu. Eg fékk mér bát hið fyrsta og var mikinn hluta hvers dags úti á fljótinu af gömlum vana, réri dag- lega ofan til Drúmmonds og svo heim aftur á kvöldin, og var þá stundum orðið ærið fram- orðið. Svo liðu tveir mánuðir, og heimsótti eg þá gamla kunningja mína við og við: gamla Tuma, skólameistara og Stapleton. Eg gerði alt mitt til að fá Tuma lausan, og vanst það seint og síðar, og gat sagt foreldrum hans þau gleðitíðindi að lausn hans gæti farið með næsta skipi. Eg var orðinn alveg heimagangur hjá Drum- mond, og var engin hindrun á að eg uthgeng- ist Söru og væri títpum saman með henni einni. Pað var eins og það væri talið sjálfsagt að það mætti vera svo, án þess að eg hefði þó látið fyllilega í Ijós við hana eða aðra það sem mér bjó í brjósti.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.